Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 42
Tímarit Máls og menningar mali korn sitt hvergi nema í myllu hans, baki brauðið í ofni hans, pressi víndrúfurnar í vínpressu hans o. s. frv. Og enn gat landsdrottinn krafizt af landsetum persónulegrar þjónustu eða greiðslu í fé eða fríðu. Það sem hér hefur verið rakið af álögum bænda var leifar persónu- legrar ánauðar, sem áttu sér rætur aftur í miðöldum, en formælendur bylt- ingarinnar kölluðu einu nafni lénsveldi — féodalité. Þegar bændastéttin reis upp og velti af sér þessu oki grárrar fortíðar varð franska byltingin þjóð- bylting, meiri og djúptækari en dæmi voru til fyrr í sögum. Hér að framan hefur verið leitazt við að greina frá tilveru þeirra þriggja lögstétta, sem gengu til messu í kirkju Heilags Loðvíks þann 4. maí 1789 og þó einkum að kryfja félagslega gerð þeirrar lögfræðilegu ruslakistu, er kallaðist þriðja stétt. Það hefur verið reynt að draga upp hlutlæga mynd af högum og lífskjörum þessara stétla, sem allar í heild mynduðu mynstur frönsku þjóðarinnar árið 1789. Það hefur ekkert verið minnzt á það enn hvað þessi þjóð hugsaði á þessum árum, talaði eða skrifaði, og verður vikið að því síðar. Þess í stað er heppilegast að kanna hag ríkisvaldsins, hinnar konunglegu einvaldsstj órnar, á árunum næstu á undan kvaðningu stétta- þingsins. Árið 1783 markar tímamót í sögu hins fr£mska konungsveldis. Um nokk- urra ára skeið hafði Frakkland stutt nýlendur Breta í Ameríku í frelsisstríði þeirra og háð stríð við England. Steigurlátasta einveldisstj órn Evrópu hafði veitt vísan sigur fyrstu byltingu 18. aldar, sjálfstæðisbaráttu Bandaríkjanna. Þessi stuðningur við byltingima í Vesturheimi varð einfaldlega banabiti konungseinveldisins á Frakklandi. Þótt sleppt sé með öllu pólitískum áhrifum amerísku byltingarinnar á viðburðarásina í Frakklandi, þá er það auðsætt, að kostnaðurinn af hlutdeild einveldisins í byltingarstyrj öldinni var fjárhag þess með öllu um megn. Ríkisstjórninni reyndist það ofviða að bjarga sér út úr fj árhagskreppunni með eigin afli og neyddist til að kveðja stéttir landsins til ráða og úrbóta. Heimildirnar um fjárhag franska ríkisins nokkru fyrir byltinguna eru ekki alsendis glöggar, en af fj árlagaáætlun, sem gerð var í marzmánuði 1788 og lögð var fyrir konung, má sjá, að útgjöld ríkisins voru talin 629 milljónir franka, en tekjurnar 503 milljónir, tekjuhallinn var því 126 mill- jónir franka, eða 20% af útgjöldunum. Samtíðarmenn þessara viðburða og margir síðan hafa aldrei þreytzt á að kenna því um fj árhagsóreiðu franska ríkisins, að hirðin og konungsstj órnin hafi sóað fjármunum þjóðarinnar af fullu blygðunarleysi. En þótt ekki sé nein ástæða til að bera blak af þeim 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.