Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 46

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 46
Tímarit Máls og menningar^ söguna, en hefur orðið að sætta sig við æði mikla endurskoðun og gagnrýni á síðustu áratugum. A okkar öld hafa rannsóknir á frönsku hyltingunni beinzt ekki sízt að árunum sem á undan henni fóru og seinustu misserum. Við þessar rann- sóknir hefur margt orðið skýrara um orsakir byltingarinnar, eða öllu heldur þá orsakasamfléttu, sem var jarðvegur hennar og baksvið. Þegar könnuð er pólitísk atburðarás áranna næstu á undan byltingunni, þá er auðsætt, að hér var hvorki um að ræða samsæri fámennrar klíku né almenna uppreisn þjóðarinnar gegn konungseinveldinu. Þróunin var ekki svo einföld í sniðum. Á árunum 1787—1788 fara hin pólitísku átök fram milli aðals og einveldis- stjórnar. Og það er athyglisvert, að í þessari sennu skipaði aðallinn sér allur í eina fylkingu: hinn kynborni sverðaðall og sá aðall, sem kenndur var við kjól, embættismannaaðallinn, einkum sá sem sat í parlamentunum eða yfirdómstólum Frakklands. Uppreisn þessa aðals var fyrsti aflvaki frönsku byltingarinnar. Einstaka samtíðarmenn skildu þetta lorsakasamband í sögu byltingarinnar, til að mynda Robespierre, sem löngum var yzt til vinstri í stj órnmálabaráttu næstu ára, og hinn aðalbomi útlagi og konungs- sinni og skáld, Chateaubriand, sem sagði hin fleygu orð: Patrísíarnir hófu byltinguna, plebejarnir luku við hana. Þess var fyrr getið, að einveldisstj órnin boðaði hinar gömlu lögstéttir ríkisins til þings, sem koma skyldi saman í byrjun maímánaðar 1789. Þetta gerðist í ágústmánuði sumarið 1788. í september lét konungsstjórnin enn undan og kvaddi parlament eða yfirdómstól Parísar heim úr útlegðinni. Parísarparlamentið lét það verða sitt fyrsta verk að úrskurða um skipan og starfshætti hins komandi stéttaþings. Úrskurðu parlamentsins var á þá lund, að hver hinna þriggja lögstétta skyldi 'hafa jafna fulltrúatölu, að hver þeirra skyldi þinga og rökræða í sérstakri málstofu og greiða atkvæði hver í sínu lagi, svo sem verið hafði að fomu eða á stéttaþinginu sem háð var síðast árið 1614. Með þessari skipan hafði Parísarparlamentið skipað sér í fylkingu með sérréttindastéttunum, klerkum og aðli og tryggt þeim pólitískt alræði á stéttaþinginu. Á þessu undirbúningsskeiði frönsku byltingarinnar hefur aðall Frakklands því forustuna í baráttunni gegn konungseinveldinu. Var hann þess megn- ugur að gegna því forustuhlutverki til langframa? Jákvætt svar við þeirri spumingu var undir því komið, hve langt hann vildi ganga til samkomulags við þriðju stétt um pólitísk réttindi og afnám sinna eigin stéttarfríðinda. Af bænarskrám þeim, sem klerkar og aðall sömdu í kosningunum til stétta- 36
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.