Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 50

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 50
Tímarit Máls og menningar réttindastéttirnar höfðu beinan kosningarrétt: alfir aðalbomir karlmenn 25 ára eða eldri höfðu atkvæðisrétt á sínum kjörfundum. Sami réttur var veittur biskupum og sóknarprestum, en kórsbræður og munkar skyldu velja fulltrúa á kjörfundi. En fulltrúar iþriðju stéttar skyldu kjörnir sam'kvæmt takmark- aðri kosningarrétti og nokkuð flóknum óbeinum kosningum. í Parísarborg höfðu þeir einir kosningarrétt, sem greiddu sex franka á ári í nefskatt, sem kallaðist capitation. En allir þeir, sem skráðir voru á skattaskrár, og voru 25 ára eða eldri höfðu atkvæðisrétt á frumkj örfundum, þ. e. annaðhvort í kirkjusókn sinni eða iðngildi, að undanteknum hjúum, mönnum sem ekki stóðu fyrir heimili, sonum í foreldrahúsum, fátækum daglaunamönnum og fullkomninn öreigum, er voru á framfæri. En ekki voru kjörnir fulltrúar þriðju stéttar á AHsherjarþingið fyr en eftir tvöfaldar, þrefaldar og jafnvel ferfaldar kosningar, allt eftir því hvort kjördæmið var í borg og bæ eða í sveit. Þetta kosningakerfi hlaut að sjálfsögðu að lyfta undir hina menntuðu og auðugu borgarastétt, enda voru það hennar menn, sem höfðu sig mest í frammi á kjörfundunum, en ólæsir og óskrifandi iðnaðarmenn og sveita- menn fengu vart orðað hugsanir sínar og óskir. Það var því stórborgara- stéttin sem átti flesta fulltrúana á aUsherj arþingi stéttanna í Versölum. Af 100 fulltrúimi þriðju stéttar voru 25 lögfræðingar, 5 menntamenn úr öðrum starfsgreinum, 13 voru iðjdhöldar, kaupmenn og bankastj órar, 7—9 voru úr sveitunum, en gátu þó ekki talizt bændur í þeirrar tíðar merkingu. En meðan kosningar fóru fram, og þær tóku margar vikur, voru kvörtun- arbréfin samin og skrifuð. Þeim má skipta í tvo meginflokka: kæruskjöl, sem samin voru á kjörfundunum í kirkjusóknum og iðngildum og síðan lögð fyrir æðri kjörfundi, og þau kærubréf sem þar voru skrifuð og síðan send allsherj arþingi stéttanna í Versölum. Af þessum síðamefndu kæru- skjölum eða bænarskrám hafa 522 varðveitzt, upprunalega voru þau 615 talsins. Áður hefur verið minnzt á kæruskjöl aðals og klerka. Kærubréf eða bænarskrár þriðju stéttar em svo til öll samin af borgarastéttinni. Þegar þau eru könnuð má glögglega sjá, að hún talar fyrir munn þjóðarinnar, svo sem það orð var þá skilið, og gerist um leið pólitískt forustulið hennar í þeirri byltingu, sem stóð fyrir dyrum. í þessum kærubréfum þriðju stéttar er krafizt málfreisis, ritfrelsis og funda- frelsis. Verzlun skal að fullu frjáls, banna skal handtökur án dóms og laga. Allt vom þetta frelsisréttindi, sem aðallinn gat samþykkt sér að skaðlausu, nema ef vera skyldi verzlunarfrelsið. En þriðja stétt lét ekki þar staðar 40
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.