Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 52
Tímarit Máls og menningar
bardaga byltingarinnar, ef ekki hefffi bœtzt við óvenjulega grimm efnabags-
kreppa, sem skall á í Frakklandi síðsumars 1788 og sótti í sig veðrið fyrri
hluta árs 1789, er franska þjóðin var í óða önn að færa í letur kærur sínar
og kvartanir og kjósa fulltrúa til þess þings, sem flestir bundu miklar vonir
við.
Uppþot voru mjög tíð á seinni hluta 18. aldar á Frakklandi. Orsök þessara
uppþota var svo til alltaf verðið á korni og brauði. Árið 1775 geisaði korn-
stríðið, sem svo var kallað, í París og um Frakkland norðanvert, svo að
lá við byltingu. Það má finna nákvæma samsvörun með verðsveiflum brauð-
koms og uppþotum. Þetta stafaði meðal annars af því, að meiri hluti frönsku
þjóðarinnar lifði að mestu leyti eingöngu á brauði og kommat. Svo var um
lágstéttir borganna, en milljónir franskra bænda urðu að kaupa brauð eða
kom, því að þeir gátu ekki brauðfætt sig. Þegar því brauðverðið hækkaði
meira en góðu hófi gegndi urðu uppþot ekki aðeins meðal borgarbúa, heldur
einnig í sveitabyggðum um allt land. Á árunum 1776—1787 var brauðverð
á Frakklandi mjög stöðugt, en í september 1788 tók það að hækka og sú
hækkun færðist án afláts í aukana fram á næsta sumar. í sama mund lagðist
kreppan að iðnaði Frakklands, ekki sízt vegna samkeppni enskra iðnaðar-
vara, sem flæddu yfir landið eftir að gerður hafði verið verzlunarsamningur
við Englendinga í anda fríverzlunar, er var ofviða lágþróaðri iðju Frakka.
Verkamenn og iðnaðarmenn urðu atvinnuleysinu að bráð. í byrjun árs
1789 voru 46 þús. atvinnuleysingja í borginni Amiens, 10 þús. í Rouen,
30 þús. í Carcassonne og nágrenni, 25 þús. í Lyion, en í París voru á sama
ári 80 þús. atvinnuleysingja og ekkert lát á aðstreymi til borgarinnar frá
sveitabyggðunum, sem lágu í svelti. Þetta efnahagslega neyðarástand í horg
og sveit flæmdi lágstéttir FrakUands út á götuna frá akri, vefstól og verk-
stæði, iog þar kenndu þær afls síns i sama mund og aðall og borgarar tókust
á í risaglímu á stéttaþinginu. Fyrir samruna þessara afla á þingi og götunni
varð franska byltingin til.
í kosningunum til stéttaþingsins bar ekki sérstaUega á neinum einstaklingi,
er bæri höfuð ög 'herðar yfir aðra eða framar öðrum virtist til leiðtoga fall-
inn. Enn var elcki um neina stjórnmálaflokka að ræða, flokkur ættjarðar-
vinanna var aðeins losaralegur félagsskapur manna, sem voru skoðanabræð-
ur í nokkrum meginmálum, en höfðu ekki fastmótaða stefnuskrá. Meðal
hinna menntuðu fulltrúa þriðju stéttar var enginn forákveðinn foringi. Á
ferli sínum átti byltingin eftir að skapa leiðtoga sína og hana virtist aldrei
skorta afburðamenn þegar henni var liðsþörf. En það er athyglisvert, að
42