Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Page 53
Aðdragandi frönsku byltingarinnar 1789
í kosningabaráttunni til stéttaþingsins voru fremstu formælendur þricfju
stéttar aðalbornir menn eða kirkjuleiðtogar. Og á fyrsta skeiði byltingar-
innar voru þessir aðalsmenn enn í forustusveit borgarastéttarinnar. Þar má
nefna La Fayette markgreifa. Frægur fyrir þátttöku sína í frelsisstríði
Bandaríkjanna naut hann um eins árs skeið meiri lýðhylli en nokkur annar
maður á FrakUandi meðan byltingin var enn í æsku og rómantískar tálsýnir
hans ekki brostnar. Síðar varð það hlutskipti hans að flýja þessa byltingu.
Sieyés, ábótinn af borgaraættum, hataði aðalinn sennilega áf meira ofstæki
en nokkur annar fulltrúi þriðju stéttar. Hann hafði lagt þessa stétt að jöfnu
við frönsku þjóðina og á fyrstu vikum byltingarinnar virðist hann hafa
verið áhrifaríkasti leiðtogi borgaranna á stéttaþinginu. Það urðu einnig
hans örlög að fara forflótta undan byltingunni og að lokum varð hann einn
af líkmönnum hennar.
Ein litríkasta persóna hinna aðalbomu leiðtoga þriðju stéttar var Mirabeau
greifi. í rauninni var hann liðhlaupi frá stétt sinni og í kosningunum til
þingsins hafði hann hvað eftir annað tekið svari borgaranna. Hann var
einn umsvifamesti stjórnmálamaðurinn í hinum losaralega flokki ættjarðar-
vina, fljóthuga og raunsær, gæddur leiftrandi mælsku, með snarræði og
ósvífni afstýrði hann því, að þriðja stétt léti bugast fyrir konunglegu vald-
boði á öndverðu þingi. En hann var maður, sem átti sér brösótta fortíð,
siðspilltur með eindæmum, svo að fáir eða enginn treysti honum, því að
allir vissu að hann var falur fyrir fé, fús til hverju sinni að selja nafn sitt
og fjöðurstaf hæstbjóðanda, enda gerðist hann brátt konungsþjónn. Það
var söguleg gæfa hans að hann dó áður en hróður hans frá fyrsta skeiði
byltingarinnar var með öllu fölnaður.
í upphafi byltingarinnar naut hinn aðalborni maður enn eldci lítillar virð-
ingar meðal borgara þriðju stéttar. Franski borgarinn var taminn við kon-
unglegt einveldi og aðalstjórn og í minnimáttarkennd sinni leitaði hann
ósjálfrátt trausts og halds hjá mönnum, sem bornir voru í hinni gömlu
valdastétt. En þess var skammt að bíða að fulltrúar þriðju stéttar strykju af
sér feimnina og hrifsuðu til sín það vald, sem þeir töldu sig hafa þegið úr
höndum frönsku þjóðarinnar.
Mennimir, sem settust á bekki stéttaþingsins 5. maí 1789 og breyttu því
í löggjafarþing og sköpuðu nýtt Frakkland, voru flestir aldir upp í anda
upplýsingarstefnunnar, í trú á undramátt mannlegrar skynsemi og enda-
lausa framför. Lífsskoðun þeirra var öll bundin jarðneskri tilveru mann-
anna, og þótt þeir tryðu flestir á guðlegan mátt að baki tilverunni, tóku
43