Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 57
Unnur Eiríksdóttir
Hún
Sviðið þröngt og afmarkað. Skortur á svigrúmi. Óþægilegt og kæfandi. Hver
þátttakandi á sínum stað: Hnífar, bollar, pottar, pönnur, allt. A 'kringlótta
borðinu í matarkróknum óhreinir matardiskar, hálftæmd glös. Uppþvottur.
Þátttakendur mynda leik innan leiksins.
Aðalumgerðin er harðviður og harðplast. Mjög nýtízkulegt. Virðist rúmt
og bjart.
Það er þó blekking. Eins og eiginmaðurinn, krakkarnir, jafnvel sjónvarpið.
Hún stendur kyrr á harðahlaupum innan í sjálfri sér, í hring, stefnulaust
kapphiaup. Takmark til að stöðvast við finnst hvergi.
Hvert hafði hún ætlað fyrir löngu síðan? Hún mundi það ekki. Sennilega
ekkert. Annað en í þennan köflótta kjól, sem stendur ráðviUtur á eldhús-
gólfinu. í þessu húsi. Hvaða húsi? Þessu með þrönga garðinum í kring.
Köflótti kjóllinn réttir fram úr ermunum handleggina, hendurnar. Skómir
smella við gólfið. Eins og herdeild af smellandi inniskóm.
Út. Niður að sjó. Skyldi það vera trl mokkurs? Ekkert öldurót í logni.
Logn, lágskýjað eins og veðurfregnirnar þrjátíu sinnum á dag. Horfa út á
hafið, út á víðáttuna. Það er svo þröngt, of þröngt til að hugsa.
Fiskurinn er í kæliskápnum. Kasta þessu öllu í pottana. Gott illu aflokið.
Leggja á borð í þúsundasta skipti. Svo koma þau, hinir þátttakendumir.
Koma aUtaf, oft á dag. Diskar, bollar, fólk.
Öll með ýsuaugu. Ýmist sljó, gráðug, hreykin eða engan veginn. Ýsuaugun
snúast í hringi, glennast upp á gátt, pírast, ranghvolfast. Uppþvottur.
Köflótti kjóllinn væflast um sviðið, skómir, hendurnar.
Einhversstaðar blundar rándýrið. Sefur órólega og dreymir. Hér vantar
glugga. Lygi. Þeir eru meira að segja heU dagslátta að stærð. Þó er myrkur.
Allar dyr era harðlæstar. Innanfrá, svo ef til viU væri hægt að opna þær.
Ef hún reyndi það. Eflaust gengur hún í gegnum þær alla daga. AUt rennur
út í eitt, þröngt afmarkað svið. Uti kemur því ekkert við. Uti er í órafjarlægð.
47