Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 70

Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Blaðsíða 70
Tímarit Máls og menningar landsnámsmanna. Áður hafði hánn haldið, að sauðfé eitt gæti sætt sig við slík þrengsli, er það biði slátrunar í fj árhúsum að loknum göngum. Þá taldi Þorleifur menn þá, er 'hann hafði hitt, vansæla, vegna þess, að þeir — að hans áliti — væru gersamlega vamarlausir, hjálparvana og óhæfir í lífsbaráttunni. Nú kynni enginn að beita vopni, hvað þá heldur að nokkur bæri, og væri þar af leiðandi fyrirmunað að verja sig og sína fyrir þeim, er kynnu að vilja drepa, ræna eða nauðga. Enginn kynni nú til alls þess, er sá þyrfti að kunna, sem vildi sjá sér og sínum farborða. Yfirleitt kynnu menn nú aðeins eitt veik, og það oft þarfleysu eina, svo sem að sitja við biorð og rita skjöl, er gerðu það gagn eitt, að óhj ákvæmilegt reyndist að skrifa enn fleiri slík; eða að sitja við borð og þykjast upptekinn við eitthvað afar mik- ilvægt og láta aðra bíða, unz manni þóknaðist að hætta að þykj ast vera upp- tekinn af einhverju afar mikilvægu; eða sitja og hlusta á aðra vaða elginn og lyfta öðru hverju upp hendi til að fá að taka þátt í vaðlinum. Þorleifui' minntist þess nú, að þegar á hans tímum var bent á landnámsmenn til fyrir- myndar: t. d. Skallagrím Kveldúlfsson, sem Egla segir hafa verið mikinn búhöld og skipasmið, hafi kunnað að ráða seglum og veiða fisk og hafi jafnframt verið snjall að knattleikjum, smiður ágætur, vígur vel og skáld gott. Þorleifi virtist nútímamenn sjálfir átta sig á vanmætti sínu og umkomu- leysi, þ. e. á sínum örlagadómi. Til merkis um þennan örlagadóm, hélt Þor- leifur, bæru þeir einmitt snöru um hálsinn — hann átti vafalaust við háls- bindin. Yfirleitt var nútímaklæðnaður Þorleifi hin mesta hneykslunarhella. Það hlytu að vera sjálfsskaparpíslir að ganga í jafn óþægilegu fati og jakka. Sjálfskaparvíti taldi hann líka að ríða elcki hesti eins og á hans dögum, heldur ferðast í járnkistum, sem væru ekki aðeins hinar ófrýnilegustu, heldur einnig óþolandi hávaðasamar og daunillar. Ekki gæfu kistur þessar hestum eftir í útlitinu einu saman — og nú minntist Þorleifur með blíðu hrúns gæðings, sem hafði verið hans eftirlæti — heldur í flestu öðru; sjálfar kynnu þær ekki veg að rata, þékktu ekki húsbónda sinn, sæu sér ekki sjálfar fyrir fæðu og væru alls ómögulegar í fjalllendi og hrauni. Þá undraði það Þorleif, að þegar fólk 'hefði vanizt á að aka í jámkistum, þá hætti það að kunna til gangs; nú kæmust menn ekki fótgangandi nema eftir stigum, sléttum sem gólf í húsum inni. Þorleifur átti hersýnilega við gangstéttimar. Aðeins eitt sætti Þorleif að nokkru við nútímann: sögur væru auðsjáan- lega enn við lýði. Hann hafði a. m. k. séð fjölda smáletraðra bóka og blaða, og hugði hann þetta sögur vera. 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.