Tímarit Máls og menningar - 01.04.1970, Síða 98
Tímarit Máls og menningar
2.
Obkar tími er tími nýrna forma á sem
flestum svfðum, og það er ekiki látið liggja
í láginmi, að þeirra sé þörf. Það hefuT ekki
farið leynt, að biaðagagnrýnendur okkar
meta ný form öllu ofar og allar tilraunir
í þær áttir. Tilbreytni í formi er jákvæð
út af fyrir sig og því skylda gagnrýnenda
að örva á því sviði, svo að formin stirðni
ekki, en geti lagað sig eftir hugblæ og
hljómgrunni nýs tíma og nýirar kynslóðar.
Ég hef aldrei haft sérlegar áhyggjur af
því, að skortur á nýju formi standi nýjum
skáldskap fyrir þrifunt. Nýtt skáld nýrra
tíma finnur að jafnaði form, sem því hent-
ar, hins vegar er ekkert form þess megn-
ugt, hversu nýstárlegt sem það er, að
þryngja sig skáldskap, nema skáld komi
til. Það er mjög góðra gjalda vert, að
gagnrýnendur hvers tíma hvetji unga og
upprennandi höfunda til tilrauna með ný
form að einhverju leyti. En sá sem hvetur
inn á nýjar leiðir, hann ætti að bíða með
öll húrrahróp, þar til séð er, að skjólstæð-
ingur hans komizt leiðar sinnar, en lendi
ekki í ógöngum. Sá sem hvetur ungan höf-
und til að spreyta sig á nýju formi, hann
þarf í fyrsta lagi að hafa eitthvert vit á
skáldskap. í öðru lagi verður hann að gera
sér það ljóst, að nýtt form kerour ekki al-
tygjað inn í þennan heim eins og Aþena
í gamla daga, og hann þarf því að finma
sig mann til að styrkja og leiðbeina hinum
ungu höfundum í þeirra nýsköpun. Það
gerir hann með jákvæðri gagnrýni, heldur
á lofti því, sem vel hefur tekizt, bendir á
veilur, þar sem þær er að finna, ieitar
orsakar þeirra, gefur ráð og veitir örvun
til úrbóta.
Nú upp á síðkastið hefur bókmennta-
gagnrýni mjög verið til umræðu í fjöl-
miðlunartækjum okkar. í viðræðum þeirra
Agnars Þórðarsonar og Ólafs Jónssonar í
sjónvarpi kom fram það áiit, að gagnrýn-
eivdur séu ein'kum gagnrýndir fyrir það,
hve harðir dómar þeirra séu. Allra sízt
vildi ég koma með ásakanir úr þeirri átt.
Mér er miklu nær skapi að telja lof gagn-
rýnenda oft á tíðum' mjög ámœlisvert og
hættulegt þióun íslenzkra bókmennta. Dóm-
ar hafa verið örvandi til hvers konar af-
brigða í formi og einkum mjög lofuð þau
verk, sem sveipuð eru einhverri huliðs-
blæju tákna og líkinga, og þykir sumum
þá bezt gert, ef við ýmiss konar vanga-
veltur er hægt að leggja sem fjölbreytileg-
astan 9kilning í einstök fyrirbæri verksins.
Þá er talað um verkin sem margslungin,
og það er alveg æðislega fín einkunn.
Stundum játa hinir sprenglærðustu sig yf-
irunna. Þá tala þeir um listaverk, sem
veldur vanda. Það er svo djúpt niður að
kjarna verksin® og hann er svo vendilega
falinn í víravirki háborinnar snilldar, að
hinir slyngustu bókmenntamemn fá ek'ki
skilið hann í þessu lífi fremur en leyndar-
dóma guðlegrar þrenningar í gamla daga.
Einfaldleiki og skýrieiki ritaðs máls á
ekki upp á pallborðið hjá nútímagagnrýni
hér á landi. Leyndardóma- og táknaáróður-
inn hefur tvímælalaust afvegaleitt margt
ungt listamannsefnið, og átakanlegustu
dæmin eru ungu höfundamir tveir, sem
hér hafa verið gerðir að umtalsefni. Ég
hika ekki við að fullyrða, að báðum þeim
er eðlilegastur hinn einfaldi og látlausi
stíll og efnisval af sviði hins nafcta veru-
leiba og hversdagslega lífs í mergð lit-
brigða þess og leyndardóma. Það er ebk-
ert til að kippa sér upp við, þótt ungir
og efnilegir höfundar leggi í tilraunaskyni
inn á nýjar leiðir, þar sem þeir lenda í
ógöngum og verður á mistök. En hitt má
ekki koma fyrir, að þeir, sem leitt hafa
þá út á þessar tilraunabrautir, telji sér
ekki skylt að koma þeim til hjálpar og
leiðbeiningar, benda þeim á villisporin og
gefa þeim ráð um nýja starfsháttu, svo að
88