Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 8
Tímarit Máls og menningar inn“, þeas hinn himneski brúðgumi; en þá nafngift hafði hann hlotið af Kristínu af því hann var mikill vonbiðill þeirrar visku og sælu sem fæst á astralplaninu og útlistaði slíkar vistarverur í hljóði, en rak upp stóra hlátra ef áheyrendum varð svarafátt; eins heyrði ég hann halda hatramma byltínga- ræðu á pólitískum útifundi niðrí bæ: þetta var Sigurður lögfræðíngur Jónas- son, þáverandi forstjóri Tóbaksverslunar Islands & Co., og innan tíðar einn mesti kapítalisti landsins, einstakur maður, enda taldi Þórbergur hann helg- an mann og orti mikið um hann, þarámeðal eitt af sínum ógleymanlegustu kvæðum. Vilmundur kom stundum í bæinn þennan vetur vestanúr héraðs- læknisembætti sínu á Isafirði og tók þátt í prófarkalestri ásamt ýmiskonar betrumbótum á texta Bréfsins í próförk. Vilmundur var ævinlega uppfullur af skringilegum furðusögum og óskiljanlegum undrum, og varði slíkar sögur af mikilli málafylgju, enda voru þær gersamlega pottþéttar að öðru leyti en því að þær stríddu á móti öllum þektum náttúrulögmálum; hann iðaði í skinninu af hlátri þegar menn voru að reyna að afsanna sögurnar með rök- um; sjálfur var hann allra manna slýngastur í kappræðu en annars púra rasjónalisti. Auk þess að vera sérstætt skáld var Þórbergur holdi klæddur andi þeirra hugmynda sem þá bar hátt í landinu, spíritisti, endurholdgunar- sinni, jógi og gerbyltíngarmaður, og mart fleira gott sem Bréf til Láru vott- ar; svo kalla má Bréfið biflíu þeirrar kynslóðar sem þá sótti fram í landinu, enda sæmdi Kristín hann titlinum „meistarinn“ og nefndi hann aldrei öðru nafni hvorki í viðtali né umtali; og svo fór að hann varð þektur undir þeim titli með allri þjóðinni, sá eini sem við höfum átt fyrir utan meistara Jón. En Hallbjörn var ævinlega í besta skapi og brosti aðeins vísindalega að rök- ræðum á þessum nótum, og lét sér duga sína þýsku erkenntnisteóríu sam- kvæmt skynsemistefnunni; þó var hann nýalsinni djúpt í einhverju leyni- hólfi sálar sinnar, og virtist trú hans á þá kenníngu vaxa að sama skapi sem höfundur hennar Helgi Pjeturss bauð hana í fleiri nýölum; og þótti tíðindum sæta þegar Hallbjörn kom með þá tillögu á aðalfundi Prentara- félagsins nokkru fyrir dauða sinn, að eignir Prentarafélagsins umfram skuldir skyldu gánga til að styrkja útbreiðslu Nýals í landinu. Undirrit- aður reifst afturámóti fyrir hönd páfans í hópnum á Spítalastíg 7, og fékk fyrir vikið dálitla umgetníngu vegna páfavillu í Bréfi til Láru. Hjá Krist- ínu hlaut ég afturámóti titilinn „frater“ vegna kaþólsku minnar og þýðir bróðir, og hélt ég honum til dauðadags Kristínar, og með þeim titli kvaddi hún mig á síðastliðnu vori. En einlægt fanst mér það undarlegur partur af skaplyndi Kristínar að hún 310
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.