Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 8
Tímarit Máls og menningar
inn“, þeas hinn himneski brúðgumi; en þá nafngift hafði hann hlotið af
Kristínu af því hann var mikill vonbiðill þeirrar visku og sælu sem fæst á
astralplaninu og útlistaði slíkar vistarverur í hljóði, en rak upp stóra hlátra
ef áheyrendum varð svarafátt; eins heyrði ég hann halda hatramma byltínga-
ræðu á pólitískum útifundi niðrí bæ: þetta var Sigurður lögfræðíngur Jónas-
son, þáverandi forstjóri Tóbaksverslunar Islands & Co., og innan tíðar einn
mesti kapítalisti landsins, einstakur maður, enda taldi Þórbergur hann helg-
an mann og orti mikið um hann, þarámeðal eitt af sínum ógleymanlegustu
kvæðum. Vilmundur kom stundum í bæinn þennan vetur vestanúr héraðs-
læknisembætti sínu á Isafirði og tók þátt í prófarkalestri ásamt ýmiskonar
betrumbótum á texta Bréfsins í próförk. Vilmundur var ævinlega uppfullur
af skringilegum furðusögum og óskiljanlegum undrum, og varði slíkar sögur
af mikilli málafylgju, enda voru þær gersamlega pottþéttar að öðru leyti en
því að þær stríddu á móti öllum þektum náttúrulögmálum; hann iðaði í
skinninu af hlátri þegar menn voru að reyna að afsanna sögurnar með rök-
um; sjálfur var hann allra manna slýngastur í kappræðu en annars púra
rasjónalisti. Auk þess að vera sérstætt skáld var Þórbergur holdi klæddur
andi þeirra hugmynda sem þá bar hátt í landinu, spíritisti, endurholdgunar-
sinni, jógi og gerbyltíngarmaður, og mart fleira gott sem Bréf til Láru vott-
ar; svo kalla má Bréfið biflíu þeirrar kynslóðar sem þá sótti fram í landinu,
enda sæmdi Kristín hann titlinum „meistarinn“ og nefndi hann aldrei öðru
nafni hvorki í viðtali né umtali; og svo fór að hann varð þektur undir þeim
titli með allri þjóðinni, sá eini sem við höfum átt fyrir utan meistara Jón.
En Hallbjörn var ævinlega í besta skapi og brosti aðeins vísindalega að rök-
ræðum á þessum nótum, og lét sér duga sína þýsku erkenntnisteóríu sam-
kvæmt skynsemistefnunni; þó var hann nýalsinni djúpt í einhverju leyni-
hólfi sálar sinnar, og virtist trú hans á þá kenníngu vaxa að sama skapi
sem höfundur hennar Helgi Pjeturss bauð hana í fleiri nýölum; og þótti
tíðindum sæta þegar Hallbjörn kom með þá tillögu á aðalfundi Prentara-
félagsins nokkru fyrir dauða sinn, að eignir Prentarafélagsins umfram
skuldir skyldu gánga til að styrkja útbreiðslu Nýals í landinu. Undirrit-
aður reifst afturámóti fyrir hönd páfans í hópnum á Spítalastíg 7, og fékk
fyrir vikið dálitla umgetníngu vegna páfavillu í Bréfi til Láru. Hjá Krist-
ínu hlaut ég afturámóti titilinn „frater“ vegna kaþólsku minnar og þýðir
bróðir, og hélt ég honum til dauðadags Kristínar, og með þeim titli
kvaddi hún mig á síðastliðnu vori.
En einlægt fanst mér það undarlegur partur af skaplyndi Kristínar að hún
310