Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Blaðsíða 14
Tímarit Máls og menningar
eða léttúðug kringilyrði þegar verið var að vinna fyrir málstað byltingar-
innar.
Þetta rann upp fyrir mér þegar ég heyrði tvær ritgerðir úr bók minni,
Það sem ég hef skrifað, er fjölluðu um hliðstætt efni. En þær eru Menn-
ingarástand sveitanna, sem kom í fyrsta bindi Rauðra penna, en hin síðari
kom í Tímaritinu löngu seinna og bar heitið Blessuð sértu sveitin mín. I
fyrri greininni er allt skrúfað og fast neglt, en í hinni síðari er allt léttara
í vöfum og sveigjanlegra. Og þar fann ég sjálfan mig afmr mér til mikillar
ánægju.
Eg kom stundum á fundi til ykkar í Félagi byltingarsinnaðra rithöfunda.
Mér fannst það gaman. Þetta voru allt elskulegir menn, en af ólíkum toga.
Sumir voru atvinnulausir útigangar mennmnarlitlir, en þó berandi í brjósti
einhverja þá heimskulegustu löngun sem nokkur fær alið með sér, að gerast
rithöfundur. Aðrir vom þegar kunnir sem rithöfundar. Og enn aðrir há-
lærðir í bókmenntalegum fræðum, kunnandi skil á hinum ólíkusm bók-
menntastefnum, ismum og hverskyns straumhvörfum í andans heimi, bæði
hérlendis og erlendis.
Yfir þessu öllu trónaðir þú sem andlegur leiðtogi, með slíkum elskuleg-
heitum að það gat fengið hinn harðsvíraðasta mann til að kenna yls um
hjartaræmr.
En ég sá að þarna átti ég ekki heima. Og það voru útigangsmennirnir
sem hræddu mig burt. Mér hraus hugur við þeirra hlutskipti, þeir sem
ætluðu að bíða eftir byltingunni og voru reiðubúnir að þola hungur, þorsta
og klæðleysi unz endurlausnin kæmi og þeir fengju ríkulega umbun trú-
mennsku sinnar við heilagan málstað.
Nú hefur það sannazt á mér sem Hallgrímur kvað:
þetta sem helzt nú varast vann
varð þó að koma yfir hann.
Nú hafa þau undur gerzt að Rithöfundafélag Islands hefur boðið mér
sæti í sínum hópi. Og þótt ég hafi aldrei litið á mig sem rithöfund og viti
að raunverulega á ég ekki heima í þessum hópi, þá gat ég ekki verið sá
sérvitringur að hafna boðinu, því ég veit að það var fram borið af góðhug
og velvilja í minn garð.
Þú nefnir bók þína Enginn er eyland, og segir það vera tilvitnun í ein-
hvern erlendan höfund sem ég man nú ekki lengur að nefna.
Mun þar vera átt við að enginn geti lifað lífinu einn og öðrum óháður.
316