Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 15
Bréf til Kristins E. Andréssonar Allir hljóti að vera tengdir saman hinum margslungnustu samfélagslegum böndum. Jafnvel betta bókarheiti út af fyrir sig vekur mann til umhugsunar og heilabrota. Við vitum að vísu að Palli gat ekki lifað einn í heiminum. Um þetta mætti skrifa langt mál, en ég skal reyna að vera stuttorður. Eg myndi hafa löngun til að snúa setningunni við og segja: Allir eru eyland. Hver einstaklingur er eyja í tímans mikla hafi. En guði sé lof, hver eyja getur haft fjarskiptasamband við aðrar eyjar, misjafnlega fulikomið og misjafnlega langdrægt eftir því sem þroski hans og aðrir hæfileikar leyfa. Maðurinn er frá skaparans hendi ekki fullkomnari en svo að hann getur ekki gert sig skiljanlegan fyrir öðrum nema að tiltölulega takmörkuðu leyti. Eitt átakanlegasta dæmi þessu til sönnunar eru einmitt skáld og aðrir höfundar. Allt þeirra líf fer í þrotlaust basl og staut við að koma hugsunum sínum á framfæri við aðra. Mesta böl og þyngstur lífskross margra þeirra er harmurinn yfir því að þeir hafi verið misskildir og fólkið hafi ekki metið þá að verðleikum, eða skilið þann boðskap sem þeir hugðust flytja mann- heimi. Og er það ekki algengasta fyrirbærið í allri ritdæmingu að ritdómarinn leggur allt annan skilning í verk höfundarins en höfundurinn ætlaðist til, svo vesalings höfundurinn þekkir ekki sín eigin handaverk aftur þegar þau hafa verið krufin af ritdómara. Þannig er þetta á öllum sviðum mannlegs lífs og mannlegra samskipta. Eg held að mikill hluti mannlegrar óhamingju stafi af því að menn gera sér þetta ekki ljóst. Menn eru alltaf að gera meiri kröfur til náungans en hann er fær um að uppfylla, kröfur um meiri skilning, meiri viðurkenningu, meiri eftirtekt. Við skiljum þetta betur þegar við erum komnir á gamals aldur og vænt- um okkur ekki framar neins sérstaks jarðnesks frama né andlegrar eða efnalegrar upphefðar. Þá gerum við okkur Ijóst að heimurinn getur komizt af án okkar og við verðum að reyna, eftir því sem við erum menn til, að komast af án heimsins, lifa sjálfum okkur. En hvað getum við svo gert meðan við bíðum. Við eigum minningar frá þeim tímum er við trúðum því að við værum óaðskiljanlegur hluti ein- hverrar stærri heildar, og þetta hefur kannske verið meira en trú, jafnvel blákaldur veruleiki. Þetta hefur þú rifjað upp í bók þinni og hafðu þökk fyrir. 317
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.