Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 25

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 25
Utangarðshluti fjölskyldunnar veginn milli föður og barns, einnig eftir að barnið er farið að alast upp utan heimilis að miklu leyti. Slíkar undantekningar má allsstaðar finna. En þær breyta engu um hið algenga, hina gildandi reglu, nema að þær sanna að raunverulegir feður eru til. Eg hefi hér hugleitt það fjölskyldufyrirbæri, þar sem móðirin vinnur ekki utan heimilis og sneitt hjá því, að foreldrahlutverkið er aðeins eitt skeið mannsævinnar. Mikið hefir verið rætt um það upp á síðkastið, að þær konur sem vinna utan heimilis verða að skila tvöföldum vinnudegi. Einnig að þessi viðleitni móðurinnar til nokkurs efnahagslegs sjálfstæðis komi niður á uppeldi barnanna. Minna hefir verið rætt um það, hvernig hinn óhóflega langi vinnudagur láglaunamannanna rænir þá gersamlega allri aðild að sambúð við börnin og uppeldi þeirra. Hefir barn þá enga þörf fyrir samfélag við föður sinn? Eg hygg að fáir muni samþykkja það. Kynin eru tvö, og börnunum mun vera hollast að alast upp með þeim báð- um. Þegar ég tala um feður og mæður á ég ekki eingöngu við þá foreldra, sem börn eru getin og fædd af, tek það fram að hið sama gildir um fóstur- foreldra, enda hefi ég aldrei getað séð nein merki þess, að börn tengist síður fósturforeldrum en líkamlegum foreldrum, hafi þau alizt upp hjá fósturforeldrum frá ómálga aldri. Hafi nú börnin þörf fyrir föður á sama hátt og móður, hvers vegna er þá svo fátt rætt um þann voða, sem barninu hlýtur að vera stefnt í með því að svipta það andlegu sambandi við föður- inn, jafnvel návist hans á heimilinu nema um nætur og öðru hvoru við máltíðir? Er það ekki vegna þess, að kerfið þolir ekki þá breytingu, sem hlyti að leiða af því að barnið fengi föður? Fjölskyldufyrirkomulagið gerir ráð fyrir fyrirvinnu, ekki föður. Þess vegna er hann utangarðshluti fjöl- skyldunnar, hvað sem börnum hans og honum sjálfum líður. Og raunar er hann alinn upp til þess hlutskiptis. Störf og áhugamál karlmannsins eru utan heimilis hans og fjölskyldu, þ. e. a. s. þau áhugamál, sem honum er skylt að eiga sem þátttakanda í viðhaldi karlmannaveldis í samfélaginu. Og heimilið er ekki framar athvarf hans á sama hátt og meðan allt sem því tilheyrði, að konu og börnum meðtöldum, var eign hans, á þeim tím- um þegar konan naut engra félagslegra réttinda eða verndar. Fyrir þau forréttindi að vera karlmaður og fyrirvinna ber honum að fórna föðurhlut- verkinu. Væru faðir og móðir bæði fyrirvinnur barna sinna, ynnu jafn langan vinnudag utan heimilis og innan, sinntu jafnt þörfum barna sinna, óskum þeirra og áhugamálum, þá myndu faðir og móðir hafa jafna aðstöðu til að ávinna sér ást og traust barna sinna. 327
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.