Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 38
Tímarit Máls og menningar
4 Síminn hringir. Tommi bíður svars kvíðafullur. Hönd hans titrar.
Hann hugsar: „Atjánda aðferðin..! Hvern árann skulu þeir hafa
meint? ... Alfræðibókin enska!“
„Halló!“ segir fullorðinsleg kvenrödd. Tommi rykkir peningnum úr
raufinni.
Kvenröddin glaðlega í símann: „Halló! Halló!"
5 Peningurinn þýtur yfir þveran klefann. Tommi missir þráðinn í of-
boðinu. Peningurinn skellur í vegginn og dettur niðrá gólf. Tommi
rýkur til og reynir að höndla hann. Hugsar: „Þessi árans átjánda
aðferð ... truflaði mig.. !“ Hann horfir á eftir peningnum skoppa
út um grindina neðst á klefanum og stamar í símann: „Er þetta
11826?“
Kvenröddin: „Já?“
6 „Ég heiti..segir Tommi á fjórum fótum, „... Tómas .., Tómas
Jónsson. Ég hringi vegna auglýs....“ Hann potar fingrum milli
rimlanna.
Kvenröddin: „Akkúrat! Hafið þér áhuga? Börnin eru þægðarskinn,
það get ég sagt þó þau séu mín börn... Bara sitja þau eins og
lömb!“ Hún hlær hvellum hlátri.
Freknótt telpuandlit gægist milli rimlanna: „Hæ manni! að hverju
ertu að gá?“
Kvenröddin: „Ég fer á pallinn klukkan 5 og aftur klukkan 9; enginn
tími að afsminka sig!“
7 Fyrir utan klefann. Sú freknótta lætur peninginn dingla fram og aftur
rétt við fingurgóma Tomma, sem teygjast út um rauf. Hún skríkir.
Tommi segir í símann: „Hvenær viljið þér ég byrji? “
í því heppnast honum að læða vísifingri um bandið og góma pening-
inn. Telpan togar á móti af kröftum. „Ég á hann,“ volar hún. „Ég
fann hann fyrst.“
8 Tommi liggur í keng á klefagólfinu. Stafur, húfa, dagblað, hanskar
á tvist og bast. Hann togast á við þá freknóttu.
Kvenröddin: „Með leyfi: hver eruð þér? Hvað starfið þér?“
Sú freknótta úti: „Sleppm! Slepptu frekjan þín!“
9 Tommi kippir snöggt í bandið svo telpan missir takið. Hún hrín.
340
V