Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 67
Með rifinn sálarhjúp Skemmtilegast fannst honum stóra húsið niðri á eyrinni, sem fólkið kallaði Bráðræði. Drengurinn kallaði það Brjálæði. Húsið hafði þrennar inngöngudyr fram á götuna. Það var á tveimur hæðum yfir kjallara og háaloft yfir öllu saman. Það var búið á báðum hæðunum, í kjallaranum og á háaloftinu. Það var innangengt um allt húsið eftir háaloftinu. Þannig gat drengurinn farið inn um austurdyrnar og borið í allt húsið og farið út um vesturdyrnar. Þetta þótti honum skemmtilegt. Honum þótti Bráð- ræði skemmtilegt hús, og honum þótti vænt um það. Það var eins og að fara í bíó að bera í þetta hús. Það var alltaf eitthvað að gerast þar. Eitt sinn var verið að flytja burtu truflaða konu. Tveir lögreglumenn stymp- uðust við hana í stiganum í miðhúsinu. Allt fólkið var samankomið í mið- húsinu að horfa á. Sumar konurnar grétu og þurrkuðu sér í svuntuhornin. Aðrar reyndu að hjálpa lögreglumönnunum og róa gömlu konuna, sem æpti og hljóðaði í skelfingu sinni. I kjallaranum í vesturhúsinu var skósmíðaverkstæði. Þar unnu þrír menn. Þeir sátu fyrir innan bekk og sóluðu skó, hver við sinn leist. Einn hafði fyrir sið að raða nöglunum upp í sig, frá öðru munnvikinu í hitt, svo hann var blár um munninn af nöglum og sagði aldrei neitt. Líklegast átti hann óhægt með það með alla þessa nagla, eða var hann kannski mál- laus? Hann negldi sólana undir, taktföstum, ákveðnum slögum. Annar var oft að sauma, hann bograði yfir einkennilegri saumavél með stóru hjóli. Sjálfur skósmiðurinn var lágvaxinn maður í digrara lagi. Hann var með vírspangagleraugu, klæddur í þröngan, móleitan slopp. Hann talaði aldrei við hina mennina, bara kúnnana þegar þeir komu. I skápnum á bak við þá var allt fullt af skótaui af öllum stærðum og gerðum. Þar voru einnig gúmískór og rauðtoppaðir ofanálímingar. Skósmiðurinn keypti Samvinnu- blaðið. Drengurinn skaut blaðinu inn á bekkinn, horfði andartak á menn- ina vinna og smeygði sér svo út aftur. Enginn þeirra leit upp frá vinnu sinni eða yrti á drenginn. Uppi á háalofti í miðhúsinu bjó skrýtið fólk. Þau voru aðflutt, maður og kona á miðjum aldri. Enginn vissi hvaðan þau komu, enginn talaði við þau. Maðurinn hét Grímur og keypti Samvinnublaðið eins og skósmið- urinn. Drengurinn hafði oft séð hann á götu. Hann var kiðfættur, grannur meðalmaður, og brosti alltaf. Hann var píreygður svo það sá varla litinn á augunum. Hann var með ljóst hár og há kollvik, augabrúnirnar voru eins og ljósir brúskar út í loftið. Hann gekk í gráum, þröngum jakkaföt- um með hendur í vösum og brosti framan í hvern mann. Ekki vissi dreng- 369 2 4 TMM
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.