Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 80

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 80
Tímarit Máls og menningar og hann gat ekki sætt sig við hlutverk sitt, svo sem væri það einhverjum öðrum ætlað. Nú veit hann allt. Hann veit að engin leið er út úr martröð- inni, sem er örlög manns og skilmáli, eða — eins og fremur er sagt nú á dögum — hlutskipti mannsins. Það er ekki annarra kosta völ. Þeir tjóðra mig við stagl, svo mér er meinað að flýja, verð að berjast eins og bjarndýr. (V, 7) Áður en Makbeð framdi sinn fyrsta glæp, sem var morðið á Dúnkan, hugði hann, að dauðinn gæti komið of snemma, eða of seint. „Hefði ég andazt einni stundu fyrr en þetta varð! þá væri líf mitt gott.“ (II, 3) Nú veit Makbeð að dauðinn breytir engu, að hann getur engu breytt, að hann er alveg sama firran og lífið. Hvorki meira né minna. I fyrsta sinn er Makbeð óhræddur. ,.Eg hef nær gleymt því, hvernig óttinn smakkast.“ (V, 5) Það er ekkert að óttast framar. Hann getur loksins viðurkennt sjálfan sig, af því hann hefur komizt að raun um að sérhver valkostur er firra, eða öllu heldur — að ekki er um neitt að velja. Slökk, slökk þig, skar! Sljór farandskuggi er lífið, leikari sem fremur kæki á fjölunum um stund og þagnar síðan; það er ævintýri þulið af bjána, fullt af mögli og muldri, og merkir ekkert. í upphafs-atriði leiksins er rætt um þjáninn á Kögðum, sem hafði svikið Dúnkan og gerzt bandamaður Noregskonungs. Þegar uppreisnin hafði verið bæld niður, var hann tekinn höndum og dæmdur til dauða. .... ekkert vann hann í lífi sínu sér jafn vel til sæmdar og að kveðja það; hann dó eins og hann hefði lært þá list að deyja, kastaði burt því kærsta sem hann átti sem einskis verðum hlut. (1,4) Þjánninn á Kögðum kemur ekki fram í Makbeð. Um hann vitum vér það eitt, að hann var sekur um landráð og tekinn af lífi. Hvað kemur til, að dauða hans er lýst svo fjálglega og af slíkri nákvæmni? Hvers vegna þótti 382
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.