Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 102

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 102
Tímarit Máls og menningar og gagn af lestrinum, heldur kenndi hann mér og að meta atómljóðin meir en áður við lestur þýðinga hans á þeim, þó að eigi hafi ég náð tökum á því formi. Verður þá eigi sagt, að sé unnið fyrir gýg. Enda þó að eigi sé allt með jöfnum ágætum — textarnir eru að sjálfsögðu misjafnir — er fengurinn auðsær og mikill í heild, bæði fyrir Norðmenn, sem eiga að njóta, og Is- lendinga, sem bera gæfu til að gefa — og læra af um leið. Báðir aðilar mega vera Orgland inni- lega þakklátir fyrir alla þá græðlinga, sem hann hefur gróðursett í norskan jarðveg. Megi þeir bera lauf og lim, blóm og aldin, ásamt heimafengnum gróðri, sem ilmar af og ber ávöxt um Noregs breiðu byggðir og þröngu, en skjólgóðu daladrög. Um bcektir Þórbergs Þórðarsonar í útgáfu Máls og menningar Árið 1964 gaf Mál og menning út Ofvitann eftir Þórberg Þórðarson; var það önnur prenmn þessa rits, en það kom út í frumútgáfu árin 1940 og 1941. Ef satt skal segja voru forráðamenn Máls og menningar þá ekki allir vissir um réttmæti þeirrar ákvörð- unar, og töldu sumir hæpið að eftirspurn gæti verið nægileg eftir endurútgáfu rits sem hafði komið út „aðeins“ aldarfjórðungi áður. Tilraunin tókst þó ekki ver en svo að árið 1969 var haldið áfram á sömu braut með útgáfu Ævisögu Árna prófasts, og hefur útgáfu á ritum eftir Þórberg Þórðarson verið haldið áfram óslitið síðan: Is- lenzkur aSall, Frásagnir, Bréf til Láru, Edda, I Suðursveit, Sálmurinn um blómið, og nú er verið að vinna að útgáfu Rauðu hcettunnar sem verður aukin nokkrum rit- gerðum um svipuð efni og sú bók fjallar um. Skal nú til gamans og fróðleiks gerð nokkur grein fyrir eintakafjölda og sölu þessara bóka. Upplag bókanna hefur verið frá 3000 og upp í rúmlega 4000 eintök, en Ofvitinn hefur verið prentaður þrisvar á þessum tíma, samtals í 9000 eintökum, Bréf til Láru tvisvar, samtals 6000 eintök. Alls hafa verið prentuð af þessum níu bókum um 42.500 eintök. Árið 1971 kom auk þess út sem pappírskilja ritgerðaúrval Þórbergs, Einum kennt — öðrum bent, í 4000 eintökum. Af þessum bókum öllum hafa selzt á þessum árum nær 35.000 eintök. Mest hefur selzt af Ofvitanum, eða kringum 7000 eintök, en síðan koma Ævisaga séra Arna og Bréf til Láru með um það bil 4000 eintaka sölu. Endur- prentanir nokkurra bókanna eru í undirbúningi. Má vera að einhverjum þeirra sem hafa áhuga á „íslenzkum bókmenntabú- skap“ þyki þessar tölur fróðlegar, og því set ég þær hér um leið og ég er að skilja við þessa útgáfu. 5'. D. 404
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.