Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 103

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 103
Umsagnir um bækur KVÆÐAÞÝÐINGAR JÓNS HELGASONAR Einusinni fyrir ævalöngu birti Jón Helgason á prenti ritdóm um Fást-þýð- ingu Bjarna frá Vogi. Jón var þá ungur og var að brýna vopn sín. Það verður ekki skafið af Fást-þýðingu Bjarna að þar er stirt kveðið og sígild leirburðar einkenni blasa við á hverri blaðsíðu. Samt var Jón líklega heldur harður við Bjarna, en það mun varia hafa komið að sök, þvi Bjarni var alveg óbeygður þeg- ar hann svaraði ritdóminum. I þessum ritdómi kemur þegar fram sú þrefalda krafa til iðkenda skáldskapar sem Jón hefur ekki hvikað frá síðan: að orðaval sé nákvæmt og í réttri „tóntegund", orðaröð eðlileg, og að vandað sé til ríms og kveðandi. Og þetta þrennt telur Jón allt jafn-mikilvægt. Kvæði þau sem Jón hefur látið prenta eftir sig bera þessari kröfuhörku vitni. Reyndar má vera að skoðun hans hafi breytzt að einhverju leyti um eitt atriði síðan hann setti sam- an fyrrgreindan ritdóm. Hann deilir þar semsé á Bjarna fyrir fyrnsku í orðavali og dálæti á úrelmm orðum og nefnir allmörg dæmi þessa. Fyrsta orðið sem hann telur þar lét hann sér sjálfur sæma að nota miklu seinna í einhverju mikilfenglegasta kvæði sínu: „þegar arnsúg efst hjá brúnum / atall dregur bróðir valsins". I kvæðum Jóns, og ekki sízt í þýðingum hans, koma fyrir all- mörg orð sem eru löngu „úrelt", jafnvel einhver orð sem naumast hafa verið not- uð nema í skáldamáli; orð sem mér hef- ur virzt að varla nokkur maður nema Jón Helgason hefði haft hyggjuvit til að nota. En um þetta gildir víst það sem Brecht sagði stundum, „man kann’s machen wenn man’s machen kann“; þessi úreltu orð öðlast nýtt líf í kvæðum Jóns og verða eins og samgróin um- hverfi sínu. Annars kann að vera að hér sé um aimennt málssögulegt atriði að ræða, því svo gæti virzt sem rithöfund- ar og skáld hafi gerzt því ótrauðari að grípa til orðaforða frá fyrri tímabilum íslenzkrar málssögu sem lengra leið á þessa öld. Kvæðaþýðingar Jóns eru ekki margar, þær eru þó, með því sjö kvæða kveri sem hann gaf út í haust,1 orðnar heldur fleiri en þau frumort kvæði hans sem hann kærir sig um að höfð séu á prenti. Hygg ég að séu samankomin þrjátíu og þrjú þýdd kvæði í þremur ljóðabókum Jóns. Auðséð er að Jón hefur þýtt sér til skemmtunar, og tekið kvæði til þýðingar eftir því sem andinn hefur inngefið hon- um. Eg verð að játa að mér hefur stund- um fundizt að hann hefði mátt vera vandfýsnari í vali kvæða til þýðingar. En það er auðvitað einskær heimtufrekja og eigingirni, komin til af því, að þegar maður hefur lesið aðrar eins snilldarþýð- 1 Kver með útlendum kvceðum. Jón Helgason íslenzkaði. Helgafell 1976. 50 bls. 405
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.