Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 105
FÉLAGSFRÆÐI WORSLEYS Mál og menning og Fleimskringla hafa á síðari árum haft forgöngu um kynn- ingu á félagsfræði sem fræðigrein hér- lendis. Arið 1968 gaf félagið út Inn- gang að félagsfrceði eftir Peter Berger, fyrsta kynningarrit um félagsfræði á ís- lensku, þegar undan er skilin bók J. Rumneys sem út kom árið 1941. Full- yrða má að rit Bergers hafi komið í góðar þarfir og orðið nokkur hvati að félagsfræðilegri umræðu á Islandi. Nú er svo komið að stofnuð hefur verið félagsvísindadeild við Háskóla íslands og félagsfræði er viðurkennd sem náms- grein í flestöllum menntaskólum lands- ins. Þessi nýbreytni hefur aftur skapað þörf fyrir hentugt námsefni í almennri félagsfræði. Má ætla að fyrir útgefanda bókarinnar Félagsfrœði eftir Peter Wors- ley o. fl.1 hafi vakað að koma til móts við þessa þörf. Félagsfræði Worsleys kom út á frum- málinu árið 1970, „skrifuð af nokkrum félagsfræðingum við Manchester-háskól- ann í Englandi", eins og segir í formála höfunda, en þeir eru skráðir átta að meðtöldum ritstjóra verksins, Peter Worsley, þ. e. jafnmargir köflum bók- arinnar. Hefur hver samið sinn kafla að einum undanskildum sem tveir hafa unnið að saman. Köflunum er að öðru leyti skipað saman í þrjá hluta og skýra höfundar þessa niðurröðun í formála: „Þar sem við teljum afar mikilvægt að skilja samhengið á milli félagsfræðinn- ar og samfélagsins, eðli félagsfræðinnar sem vísindagreinar og þær aðferðir sem 1 Peter Worsley: Félagsfræði. Gísli Pálsson og Dóra S. Bjarnason þýddu. Heimskringla 1976. 397 bls. Umsagnir um bcekur félagsfræðingar nota ræðum við um þessi efni í upphafi bókarinnar. Fyrsti hluti hennar fjallar því um kenningar og aðferðafræði, og nauðsynlegt er að lesa hann vandlega þótt það kunni að vera freistandi að snúa sér beint að köfl- unum í næsta hluta sem fjalla um fjöl- skylduna, menntakerfið og vinnuna." I þessum 2. hluta er fjallað um ofan- talin þrjú efnissvið. Þessi kaflaskipan réðst af því, segja höfundar, að þeir vildu láta lesandann uppgötva félags- fræðina í sömu röð og hann hefur upp- götvað veröldina. „Samtímis gerum við grein fyrir lykilhugtökum og vekjum máls á mikilvægum, fræðilegum vanda- málum, sem varpað er ljósi á með því að fjalla um fjölskylduna, menntakerfið og vinnuna. Hver kafli gegnir því tvenns konar hlutverki: að kynna les- andanum ákveðið „efnissvið" sem fé- lagsfræðingar glíma við og fræða hann smám saman um undirstöðuhugtök og mikilvægar fræðilegar hugmyndir." Með þessu móti telja höfundar sig geta sneitt hjá „hinni alræmdu aðgreiningu á milli „kenningar" og „lýsingar" og við ætlum okkur að sýna greinilega fram á að ekki er einu sinni hægt að leysa lýsinguna af hendi án þess að styðj- ast við einhverja kenningu. Við gerum okkur því far um að benda lesandanum á fræðileg viðfangsefni og aðstoða hann við að hugleiða þau upp á eigin spýtur fremur en að mata hann á upplýsing- um“ (bls. 10). Höfundar gera enn fremur grein fyrir því að þeir hafi vísvitandi látið hjá líða að fjalla um hefðbundin efnissvið eins og póiitíska félagsfræði og félagsfræði trúarbragða. I þriðja og síðasta hluta bókarinnar — undir kaflaheitunum Fé- lagsleg lagskipting: stétt, staða, vald og Félagsskipanin, tilvist hennar og varð- 407
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.