Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Qupperneq 105
FÉLAGSFRÆÐI WORSLEYS
Mál og menning og Fleimskringla hafa
á síðari árum haft forgöngu um kynn-
ingu á félagsfræði sem fræðigrein hér-
lendis. Arið 1968 gaf félagið út Inn-
gang að félagsfrceði eftir Peter Berger,
fyrsta kynningarrit um félagsfræði á ís-
lensku, þegar undan er skilin bók J.
Rumneys sem út kom árið 1941. Full-
yrða má að rit Bergers hafi komið í
góðar þarfir og orðið nokkur hvati að
félagsfræðilegri umræðu á Islandi. Nú
er svo komið að stofnuð hefur verið
félagsvísindadeild við Háskóla íslands
og félagsfræði er viðurkennd sem náms-
grein í flestöllum menntaskólum lands-
ins. Þessi nýbreytni hefur aftur skapað
þörf fyrir hentugt námsefni í almennri
félagsfræði. Má ætla að fyrir útgefanda
bókarinnar Félagsfrœði eftir Peter Wors-
ley o. fl.1 hafi vakað að koma til móts
við þessa þörf.
Félagsfræði Worsleys kom út á frum-
málinu árið 1970, „skrifuð af nokkrum
félagsfræðingum við Manchester-háskól-
ann í Englandi", eins og segir í formála
höfunda, en þeir eru skráðir átta að
meðtöldum ritstjóra verksins, Peter
Worsley, þ. e. jafnmargir köflum bók-
arinnar. Hefur hver samið sinn kafla að
einum undanskildum sem tveir hafa
unnið að saman. Köflunum er að öðru
leyti skipað saman í þrjá hluta og skýra
höfundar þessa niðurröðun í formála:
„Þar sem við teljum afar mikilvægt að
skilja samhengið á milli félagsfræðinn-
ar og samfélagsins, eðli félagsfræðinnar
sem vísindagreinar og þær aðferðir sem
1 Peter Worsley: Félagsfræði. Gísli
Pálsson og Dóra S. Bjarnason þýddu.
Heimskringla 1976. 397 bls.
Umsagnir um bcekur
félagsfræðingar nota ræðum við um
þessi efni í upphafi bókarinnar. Fyrsti
hluti hennar fjallar því um kenningar
og aðferðafræði, og nauðsynlegt er að
lesa hann vandlega þótt það kunni að
vera freistandi að snúa sér beint að köfl-
unum í næsta hluta sem fjalla um fjöl-
skylduna, menntakerfið og vinnuna."
I þessum 2. hluta er fjallað um ofan-
talin þrjú efnissvið. Þessi kaflaskipan
réðst af því, segja höfundar, að þeir
vildu láta lesandann uppgötva félags-
fræðina í sömu röð og hann hefur upp-
götvað veröldina. „Samtímis gerum við
grein fyrir lykilhugtökum og vekjum
máls á mikilvægum, fræðilegum vanda-
málum, sem varpað er ljósi á með því
að fjalla um fjölskylduna, menntakerfið
og vinnuna. Hver kafli gegnir því
tvenns konar hlutverki: að kynna les-
andanum ákveðið „efnissvið" sem fé-
lagsfræðingar glíma við og fræða hann
smám saman um undirstöðuhugtök og
mikilvægar fræðilegar hugmyndir."
Með þessu móti telja höfundar sig geta
sneitt hjá „hinni alræmdu aðgreiningu
á milli „kenningar" og „lýsingar" og
við ætlum okkur að sýna greinilega
fram á að ekki er einu sinni hægt að
leysa lýsinguna af hendi án þess að styðj-
ast við einhverja kenningu. Við gerum
okkur því far um að benda lesandanum
á fræðileg viðfangsefni og aðstoða hann
við að hugleiða þau upp á eigin spýtur
fremur en að mata hann á upplýsing-
um“ (bls. 10).
Höfundar gera enn fremur grein fyrir
því að þeir hafi vísvitandi látið hjá líða
að fjalla um hefðbundin efnissvið eins
og póiitíska félagsfræði og félagsfræði
trúarbragða. I þriðja og síðasta hluta
bókarinnar — undir kaflaheitunum Fé-
lagsleg lagskipting: stétt, staða, vald og
Félagsskipanin, tilvist hennar og varð-
407