Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 109
Umsagnir um bcekur
ar höfð endaskipti á íslensku orðunum,
hlutverkasamfella haft um role-set.
— Social structure er oftast þýtt með
samfélagsbygging, en stundum með inn-
viSir samfélagsins eða samfélagsgerð.
Ekki er bent á í atriðisorðum að hér séu
samheiti á ferðinni.
— Einveri er notað yfir monogamy
á bls. 53, en talað er um eingiftisí)'ó\-
skylduna, the monogamous family, á
bls. 123.
— Rationality er yfirleitt þýtt með
hagkvcemni („... í merkingunni „skyn-
samleg hegðun" ... sbr. bls. 217—218),
en rational economy verður á bls. 153
hagkerfi skynseminnar. Atriðisorð og
orðalisti aftast í bókinni yfir þýðingar
á helstu hugtökum gefa hins vegar að-
eins upp orðin skynsemi, skynhyggja
fyrir rationality.
Vankanta sem hér hafa verið tíund-
aðir á þýðingunni hefði hæglega mátt
lagfæra með nákvæmum yfirlestri á
handriti, og eins prentvillur sem eru til
muna of margar í bókinni.
Eins og áður segir er heldur löður-
mannlegt að finna agnúa á þýðingu á
borð við þessa. Ofangreindar aðfinnslur
beinast að einstökum atriðum, en ekki
þýðingunni í heild, og ber að þakka
þýðendum framtakið.
Að lokum skal áréttað að Félagsfrceði
Worsleys bætir úr brýnni þörf á náms-
efni i almennri félagsfræði sem nú er
farið að smnda í ýmsum skólum hér-
lendis. I bókinni er fjallað mun ítarleg-
ar um fjölmörg viðfangsefni greinarinn-
ar en áður hefur verið gert á íslensku.
Því má vænta þess að bókin fari víða
og stuðli til að skerpa skilning lesenda
á tvíræðu eðli og mótsögnum þess fé-
lagsheims sem við hrærumst öll í.
Loftnr Guttormsson.
BÖRN OG BÆKUR
I
I riti prófessors Símonar Jóhannesar
Agústssonar, Börn og bcekur1 er um að
ræða frumrannsókn á afstöðu 10—15
ára barna til lestrarefnis, sem þeim er
skylt að lesa í skólanámi. Jafnframt er
kannað, hvaða bækur sömu börn velja
til tómsmndalesmrs ásamt öðrum þátt-
um sér til skemmmnar og frjálsrar þekk-
ingaröflunar. Rannsóknin í heild tekur
til 1686 nemenda, en vegna misræmis
í hinu skyldubundna námsefni, fellur 3.
bekkur gagnfræðadeilda úr og lestrar-
bókarannsóknin nær til 1467 nemenda.
I báðum tilvikum er fjöldinn fullnægj-
andi til þess, að af rannsókninni megi
draga almennt gildar ályktanir, enda er
það annar aðaltilgangur próf. Símonar
með þessu verki að leiðbeina höfundum
lestrarbóka um efnisval svo og foreldr-
um um val þeirra bóka, sem þeir gefa
eða lána börnum sínum til tómsmnda-
lesturs. Loks á könnun þessi á lestrar-
fýsn og lestrarvenjum barna að verða
umsjármönnum skóla og almennings-
bókasafna þýðingarmikil leiðbeining, en
þeim ber að veita börnum aðstoð við
val bóka, sem þau fá að láni.
Um fyrra bindið, Lestrarbókakönnun,
sem kom út fyrir f jómm árum, var skrif-
að á sínum tíma og um það fer eg því
aðeins fáum orðum. Ber þá fyrst að
nefna hinn mikla mun á viðhorfi barna
til þess efnis, sem fullorðnir velja eftir
beztu vitund í lestrarkennslubækur
handa þeim. Veldur því hvort tveggja,
að börn meta lesefni út frá öðru skiln-
1 I. Lestrarbókakönnun. II. Tómstunda-
lestur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs
1972 og 1976.
411