Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Page 109
Umsagnir um bcekur ar höfð endaskipti á íslensku orðunum, hlutverkasamfella haft um role-set. — Social structure er oftast þýtt með samfélagsbygging, en stundum með inn- viSir samfélagsins eða samfélagsgerð. Ekki er bent á í atriðisorðum að hér séu samheiti á ferðinni. — Einveri er notað yfir monogamy á bls. 53, en talað er um eingiftisí)'ó\- skylduna, the monogamous family, á bls. 123. — Rationality er yfirleitt þýtt með hagkvcemni („... í merkingunni „skyn- samleg hegðun" ... sbr. bls. 217—218), en rational economy verður á bls. 153 hagkerfi skynseminnar. Atriðisorð og orðalisti aftast í bókinni yfir þýðingar á helstu hugtökum gefa hins vegar að- eins upp orðin skynsemi, skynhyggja fyrir rationality. Vankanta sem hér hafa verið tíund- aðir á þýðingunni hefði hæglega mátt lagfæra með nákvæmum yfirlestri á handriti, og eins prentvillur sem eru til muna of margar í bókinni. Eins og áður segir er heldur löður- mannlegt að finna agnúa á þýðingu á borð við þessa. Ofangreindar aðfinnslur beinast að einstökum atriðum, en ekki þýðingunni í heild, og ber að þakka þýðendum framtakið. Að lokum skal áréttað að Félagsfrceði Worsleys bætir úr brýnni þörf á náms- efni i almennri félagsfræði sem nú er farið að smnda í ýmsum skólum hér- lendis. I bókinni er fjallað mun ítarleg- ar um fjölmörg viðfangsefni greinarinn- ar en áður hefur verið gert á íslensku. Því má vænta þess að bókin fari víða og stuðli til að skerpa skilning lesenda á tvíræðu eðli og mótsögnum þess fé- lagsheims sem við hrærumst öll í. Loftnr Guttormsson. BÖRN OG BÆKUR I I riti prófessors Símonar Jóhannesar Agústssonar, Börn og bcekur1 er um að ræða frumrannsókn á afstöðu 10—15 ára barna til lestrarefnis, sem þeim er skylt að lesa í skólanámi. Jafnframt er kannað, hvaða bækur sömu börn velja til tómsmndalesmrs ásamt öðrum þátt- um sér til skemmmnar og frjálsrar þekk- ingaröflunar. Rannsóknin í heild tekur til 1686 nemenda, en vegna misræmis í hinu skyldubundna námsefni, fellur 3. bekkur gagnfræðadeilda úr og lestrar- bókarannsóknin nær til 1467 nemenda. I báðum tilvikum er fjöldinn fullnægj- andi til þess, að af rannsókninni megi draga almennt gildar ályktanir, enda er það annar aðaltilgangur próf. Símonar með þessu verki að leiðbeina höfundum lestrarbóka um efnisval svo og foreldr- um um val þeirra bóka, sem þeir gefa eða lána börnum sínum til tómsmnda- lesturs. Loks á könnun þessi á lestrar- fýsn og lestrarvenjum barna að verða umsjármönnum skóla og almennings- bókasafna þýðingarmikil leiðbeining, en þeim ber að veita börnum aðstoð við val bóka, sem þau fá að láni. Um fyrra bindið, Lestrarbókakönnun, sem kom út fyrir f jómm árum, var skrif- að á sínum tíma og um það fer eg því aðeins fáum orðum. Ber þá fyrst að nefna hinn mikla mun á viðhorfi barna til þess efnis, sem fullorðnir velja eftir beztu vitund í lestrarkennslubækur handa þeim. Veldur því hvort tveggja, að börn meta lesefni út frá öðru skiln- 1 I. Lestrarbókakönnun. II. Tómstunda- lestur. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1972 og 1976. 411
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.