Tímarit Máls og menningar - 01.12.1976, Side 115
Rafmagn mun vera hlutfallslega
hæstur kostnaðarliður við vinnslu
málma og annarra efna með rafgrein-
ingu, en sú vinnsla er stóriðja í eigin-
legri merkingu þess orðs. Að sérhverri
grein hennar starfa aðeins fáein fyrir-
tæki, sem flest eru fjölþjóðleg. Og hafa
þau alla þætti starfseminnar í hendi sér,
nám, vinnslu og sölu. Nýting innlendr-
ar raforku krafðist með öðrum orðum
stóriðju.
Uppsetning stóriðju, jafnvel án til-
lits til gífurlegs stofnkostnaðar hennar,
yrði, að tæknin sé þegar komin á það
stig, að hægt verði að flytja orku í
sæstreng milli Islands og Englands,
verðum vér að gera oss Ijóst, að þessi
tækni er enn á tilraunastigi. Gotlands-
strengurinn er mjög merkilegur
áfangi á leiðinni og stórfelldasta til-
raunin, sem enn hefur verið gerð.
Arangur þeirrar tilraunar er enn ekki
kominn í ljós, en þó er vitað, að ýmsa
„barnasjúkdóma" er þar við að stríða.
Full ástæða er til að ætla, að það
takist að yfirstíga þá og við fengna
reynslu fullkomnist tæknin ... Ymis
erlend firmu og flest hin stærstu raf-
magnsfirmu heimsins hafa um all-
langt skeið fengist meira og minna
við athugun á tæknilegum skilyrðum
til orkuflutnings með háspenntum
rakstraum. Eitt þeirra er sænska firm-
að ASEA, sem framleitt hefur aðal-
tækin til Gotlandsveitunnar. Einhver
þekktasti verkfræðingur þeirra á
þessu sviði, dr. Uno Lamm, sat 6.
norræna raffræðingamótið hér á ís-
landi sumarið 1952. Hann hafði þá
þau orð um, að tæknilega væri að
sínum dómi ekkert því til fyrirstöðu
að flytja orku í sæstreng frá Islandi
til Englands.“ (Bls. 15).
Umsagnir um bxkur
krefst þannig samvinnu við gróin stór-
fyrirtæki um öflun hráefna, leiðsögn
um vinnslu og fyrirgreiðsiu við fráfær-
ur. Stóriðja hlýtur með öðrum orðum
að ryðja erlendu fjármagni, engum au-
fúsugesti, braut inn í landið. Einnig í
því tilliti mun stóriðja marka þáttaskil
í atvinnusögu landsins.
Stóriðja, sem ynni úr aðfluttum efn-
um með innlendri orku, treysti á greið-
ar fráfærur ekki síður en greiða að-
drætti. Háir tollar á framleiðslu hennar
mundu ónýta áhrif lágs rafmagnskostn-
aðar. I því skyni að bægja þeirri hættu
frá dyrum sínum hugðist Island, í fljót-
ræði, sækja um inngöngu í Efnahags-
bandalag Evrópu 1961, en gekk síðan
í Fríverslunarsvæði Evrópu 1969 og
gerði tollasamning við Efnahagsbanda-
lag Evrópu 1972. Um leið voru inn-
lendum iðnaði heitin eins góð rekstrar-
skilyrði og hliðstæður iðnaður nyti í
öðrum löndum tollabandalaga þessara.
Tollar höfðu um 1960 verið hækk-
aðir þrep af þrepi undanfarandi þrjá
áratugi. Oðru fremur höfðu þeir þó ver-
ið hækkaðir í því skyni að afia ríkinu
fjár. Lækkun þeirra eða afnám skap-
aði ríkinu sjálfu vanda ekki síður en
iðnaði, sem vaxið hafði upp í skjóli
þeirra.
Rekstrarskilyrði iðnaðar, að svo miklu
leyti sem þau eru undir ríkinu komin,
felast í skattalögum, lánakjörum og
gengisskráningu. - Þegar á sjöunda ára-
tugnum var tekið að samræma skatta-
lögin og skattalöggjöf á Norðurlönd-
um. Og þótt skattabyrði iðnrekenda yrði
ekki létt svo mjög sem þeir hefðu kosið,
hvílir án efa á herðum launþega nú
stærri hluti skattanna en áður. - Lána-
kjör iðnaðar munu hins vegar enn
standa til bóta, úr því að hann greiddi
TMU 27
417