Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 64
Tímarit Máls og menningar
ingarbókmenntir. Ástarsögur í þeirra hópi beina þannig athygli og áhuga
lesandans stöðugt frá samfélaginu að einstaklingnum og einkalífinu. Þær
brjóta niður tilveruna í ótal smáar einingar: kjarnafjölskyldur, sem eru
slitnar úr félagslegu samhengi. Innan þeirra á að bæta úr öllu sem aflaga
fer í lífi manna. Hetjur afþreyingarsagna eru engar hversdagshetjur, heldur
ofurmenni á einhverjum sviðum, skapaðar á þann hátt að þær auka á
minnimáttarkennd lesenda, og veita þeim jafnframt mjög óraunhæfar við-
miðanir.
Afhjúpunarbókmenntir ögra hins vegar hugmyndafræðinni, t. d. með
því að sýna fram á tengslin á milli einkalífs og opinbers lífs, og benda á
undan hverra rifjum hugmyndafræðin er runnin. En varla er nokkur höf-
undur svo fullkominn að hann geti með öllu sigrast á þeim tálmunum sem
hindra réttan skilning á samfélaginu (ef hann þá á annað borð kærir sig
nokkuð um það). Því er þessi tvískipting fyrst og fremst hugsuð til skýr-
ingar og einföldunar.
Innan kapítalískrar hugmyndafræði hafa síðan verið myndaðar fjöl-
margar goðsagnir henni til styrktar. Allir þekkja sögurnar af vikapiltinum
sem með einstaklingsframtakinu rómaða vann sig upp í forstjórastöðu, og
hinni fórnfúsu móður sem helgar heimili og börnum alla krafta sína eftir-
tölulaust. Þetta eru viðmiðanir sem ráðandi stétt er í hag að sem flestir
þegnar hafi sér til fyrirmyndar. Um þetta segir Pierre Guiraud:
Mythologies express a vision of man and the world, and signify a way of
organizing the cosmos and society. And if they disintegrate into contingent
notions they enable one to discern beneath accidental variations certain well-
structured systems of meaning.3
Fróðlegt er að bera orð þessa franska strúktúralista um „nútímagoðafræði“
við það sem Marx sagði á sínum tíma um gríska goðafræði:
Öll goðafræði yfirvinnur, ræður yfir og skapar (mótar) náttúruöflin í ímynd-
uninni og með ímynduninni: hún hverfur þannig um leið og menn hafa náð
stjórn á náttúruöflunum.4
3 Pierre Guiraud: Semiology, ensk þýðing, London og Boston 1975, bls. 99-
4 Karl Marx: Det olikm 'ássige förhállandet mellan den materiella produktionens
utvekling och f. ex. den konstnárliga, sænsk þýðing á kafla úr Grundrisse (1875),
prentuð í ritgerðasafninu Marxistiska litteraturanalyser i urval av Kurt Aspelin,
Sth. 1970.
282