Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 64

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 64
Tímarit Máls og menningar ingarbókmenntir. Ástarsögur í þeirra hópi beina þannig athygli og áhuga lesandans stöðugt frá samfélaginu að einstaklingnum og einkalífinu. Þær brjóta niður tilveruna í ótal smáar einingar: kjarnafjölskyldur, sem eru slitnar úr félagslegu samhengi. Innan þeirra á að bæta úr öllu sem aflaga fer í lífi manna. Hetjur afþreyingarsagna eru engar hversdagshetjur, heldur ofurmenni á einhverjum sviðum, skapaðar á þann hátt að þær auka á minnimáttarkennd lesenda, og veita þeim jafnframt mjög óraunhæfar við- miðanir. Afhjúpunarbókmenntir ögra hins vegar hugmyndafræðinni, t. d. með því að sýna fram á tengslin á milli einkalífs og opinbers lífs, og benda á undan hverra rifjum hugmyndafræðin er runnin. En varla er nokkur höf- undur svo fullkominn að hann geti með öllu sigrast á þeim tálmunum sem hindra réttan skilning á samfélaginu (ef hann þá á annað borð kærir sig nokkuð um það). Því er þessi tvískipting fyrst og fremst hugsuð til skýr- ingar og einföldunar. Innan kapítalískrar hugmyndafræði hafa síðan verið myndaðar fjöl- margar goðsagnir henni til styrktar. Allir þekkja sögurnar af vikapiltinum sem með einstaklingsframtakinu rómaða vann sig upp í forstjórastöðu, og hinni fórnfúsu móður sem helgar heimili og börnum alla krafta sína eftir- tölulaust. Þetta eru viðmiðanir sem ráðandi stétt er í hag að sem flestir þegnar hafi sér til fyrirmyndar. Um þetta segir Pierre Guiraud: Mythologies express a vision of man and the world, and signify a way of organizing the cosmos and society. And if they disintegrate into contingent notions they enable one to discern beneath accidental variations certain well- structured systems of meaning.3 Fróðlegt er að bera orð þessa franska strúktúralista um „nútímagoðafræði“ við það sem Marx sagði á sínum tíma um gríska goðafræði: Öll goðafræði yfirvinnur, ræður yfir og skapar (mótar) náttúruöflin í ímynd- uninni og með ímynduninni: hún hverfur þannig um leið og menn hafa náð stjórn á náttúruöflunum.4 3 Pierre Guiraud: Semiology, ensk þýðing, London og Boston 1975, bls. 99- 4 Karl Marx: Det olikm 'ássige förhállandet mellan den materiella produktionens utvekling och f. ex. den konstnárliga, sænsk þýðing á kafla úr Grundrisse (1875), prentuð í ritgerðasafninu Marxistiska litteraturanalyser i urval av Kurt Aspelin, Sth. 1970. 282
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.