Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 65

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 65
GuSbergsk siðbót Uppruni þessara tveggja goðsagnagerða er að vísu ólíkur. Grikkir bjuggu sínar goðsögur til „sjálfir“ til að koma röklegu kerfi yfir óskipulegan og oft óskiljanlegan veruleika sinn; nútímagoðsagnir í þessu tilviki eru hins vegar þær falshugmyndir um veruleika mannsins í þjóðfélagi kapítalism- ans sem valdastéttirnar hafa mótað til að treysta sig í sessi og hindra fólk í að öðlast réttan skilning á eðli stéttaþjóðfélagsins. En bæði þessi kerfi eiga það sammerkt að vera afvegaleiðandi og breiða yfir eiginlegar afstæður. Og á sama hátt og gríska goðafræðin leið undir lok sem hugmyndakerfi með því að mennirnir náðu stjórn á náttúrunni, þá vinnur nútímamaðurinn ekki sigur á hugmyndafræðinni fyrr en hann hefur skilið eðli stéttaþjóð- félagsins og þar með séð í gegnum blekkingarvef goðsagna þess. Eg tel Guðberg Bergsson tvímælalaust afhjúpandi höfund. I umfjöllun þeirri á Astum samlyndra hjóna sem hér fer á eftir þessum klaufalegu að- faraorðum mun ég reyna að skýra hvaða goðsögur höfundur afhjúpar og með hvaða hætti. En áður en ég vík að því beinlínis, tel ég nauðsynlegt að fjalla sérstaklega um tengikafla bókarinnar og upphafskafla hennar, þar sem líta má á hann sem stefnuyfirlýsingu höfundar. I því sambandi leyfi ég mér að vísa á stöku stað til annarra verka Guðbergs. 2. SÖGUMAÐUR — STEFNUYFIRLÝSING HÖFUNDAR 2.1. Tengikaflar hókar'mnar — sögumaður Undirfyrirsögn bókarinnar er „tólf tengd atriði“. Tengiliðir atriðanna eru feitletraðir kaflar, þar sem tveir menn ræðast við, eða öllu heldur er um að ræða tvíklofinn mann, skáldið Hermann-Svan, sem talar við sjálfan sig. Það upplýsist í næstsíðasta kaflanum: Hann lá hjá katlinum og horfði í spegilgljáandi kúpuna. Höfuð hans valt til hliðar. Mynd hans teygðist unz andlitið slitnaði í tvennt. Um það er ekki að ræða, hugsaði hann, öðru megin andlits Svans, hinum megin á kúpunni er andlit Hermanns. (235) Formlega séð er það þetta tvíklofna skáld sem segir sögurnar tólf. Ástæð- una fyrir því að segja sögur lætur hann upp í einum tengikaflanna: En þú andvarpar feginn því að geta sýnt hvernig allir eru skepnur, hugsaði hann. 283
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.