Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 67

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 67
Guðbergsk siðbót kalla þennan kafla „dellu dellunnar vegna“ (sjá nánar í 3.4.), og sanna þar með þá skoðun Guðbergs að menn nenni sjaldan að skyggnast undir yfirborð hlutanna, séu fastir í „spennitreyju málsins“.5 En mönnum er nokkur vorkunn, því lykilinn að því einkennilega fyrirbæri Kenndin Kringlótt vömb er raunar að finna í annarri bók Guðbergs, Onnu (1969), þar sem sögupersónan Anna-Katrín segir við mann sinn: Eg hata öryggi endurtekningarinnar. Þetta hús. Þetta guðsríki. Vegna þess að heimurinn er engin kringlótt vömb þar sem maðurinn liggur í bosi sínu og honum séð fyrir öllum þörfum. Maðurinn segir skilið við þægindin, út- rekinn af lögmálinu, annars mundu flestir dúsa áfram, og aldrei fæðast. Þú ert sú tegundin. Þú segir ég sé ósamkvæm sjálfri mér. Nei. Osamkvæmi er ein tegund af samkvæmni. Sérhver maður lifir á ótal sviðum, talar ótal tung- um og fallbeygist eftir aðstceðum, en stígur endalausan dans innan sinna takmarka. Þannig finnst ekkert ómannlegt í fari mannsins. (229) (Leturbreytingar mínar.) Þessi tilvitnun gemr orðið til að varpa skýrara ljósi á kaflann Kenndin kringlótt vömb, sérstaklega þriðja og síðasta hlutann, sem lýsir frummönn- um höldnum þessari kennd. Þar birtist hún í stöðugri endurtekningu gerða þeirra og heimskulegu góli: Þau geltu að hraundröngum og spangóluðu móti tungli, rótuðu eftir fæðu í mosa og geltu að bræðraskuggum á hrakningi sinum, visnuðu, dóu og féllu í mosann. (13) Þó höfundur sé þarna að lýsa frummönnum, sem komist aldrei út úr hin- um þrönga hring endurtekningar og fábreytni, berjist sífellt við sama vand- ann, hefur þessi lýsing beina skírskotun til umhverfisins við Tanga, þorps- ins sem fjölskyldur þær sem Guðbergur lýsir í Astum samlyndra hjóna (og öðrum verkum) búa í: „Landslag: þrjú reykelsisfjöll: rautt, grænt og firð- blátt. Toppskorin fjöll með brunna strýtu.“ (12) Þessa landslagslýsingu má t. d. bera saman við fjallasýnina frá Tanga í Það rís úr djúpinu (1976): Fjöllin þrjú stóðu jafnan á sama stað, þótt móðir mín flytti þau stundum til í huganum. Imyndunaraflið eitt flytur fjöll: eitt í norður, annað í austur, það þriðja í vestur. (105) 5 Sjá viðtal við Guðberg Bergsson í Vísi, 20. 11. 1970: „íslenzk list er á lágu stigi — þekkingarleysi stendur listamönnum fyrir þrifum." 285
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.