Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 79
Guðbergsk siðbót
urnar með sér upp á hótelherbergin; auk þess fær hann sinn skerf hjá
Bobu fyrir að hafa eftirlit með þessu. Næturvörðurinn hefur fleiri spjót
úti við fjáröflun: hann safnar saman vínleifum af barnum í flöskur og
selur síðan hótelgestunum, m. a. framsóknarfrömuðum og síldarkóngum.
Gróðasjónarmiðið hefur brenglað siðferðiskennd þessa manns í svo ríkum
mæli að hann verður aðgerðarlaust vitni að því hvernig einn sveitarhöfð-
inginn nauðgar Diddu dauðadrukkinni á hótelinu. Ef hann hefði skipr sér
af því, hefði hann misst „businessinn".
I hjáverkum stundar næturvörður þessi guðfræðinám í Háskólanum. En
eins og dæmin hér að framan sanna gerir hann það ekki af trúrækni.
„Elskan mín hvar finnst tilgangur í því, sem enginn trúir lengur?“ spyr
Boba hann. Og næturvörðurinn svarar: „Maður sér hvergi tilgang eða
trú. Bara laun og öryggi. Eða hreinlega eitthvað, sem er líklegast.“ (231)
Lífið hefur kennt honum, að prestsembættisverkin hafa tekið á sig mynd
hverrar annarrar neytendaþjónustu, enda segir hann við kunningjakonu
sína:
Skíri ég vel, gifti ég vel, fermi ég vel, prediki ég sæmilega, hefur neytand-
. inn fengið sitt góða guðsríki (...) og ég þarf þá aldrei að skammast mín.
(234)
Þannig sýnir þessi saga hvernig neysluþjóðfélagið hefur skrumskælt flest
svið mannlífsins. Samband fólksins byggist ekki á tilfinningaböndum og
skoðanaskiptum, heldur kaupum og sölum með gróðavon í huga. Til að
sú von geti blómstrað þarf að hafa öll spjót úti. Líf og starf í lýðræðis-
þjóðfélagi hafa kennt næturverðinum, að orð dagsins prenmð í Dagbók
Morgunblaðsins þennan tiltekna dag eru fjarstæða. En þau eru svohljóð-
andi:
Sá sem varðveitir boðorðin, varðveitir líf sitt, en sá deyr, sem ekki hefur gát
á vegum sínum. (Orðskv. 19> 16). (234)
3.6. Vtsir að andófi
Saga um sökkullista og fleira greinir frá árekstri tvenns konar verðmæta-
mats. Nonni, sonurinn á heimilinu, metur bókvitið meira en peningavitið,
stendur sig vel í skóla og eyðir frístundum sínum í lesmr bóka eins og
Ilionskviðu. Tvöfeldni foreldranna, Páls og konu hans, kemur fram í því
að annars vegar hreykja þau sér af visku drengsins, hins vegar álíta þau
hana mesta óþarfa sem geti staðið í vegi fyrir að Nonni fái velborgaða
vinnu:
297