Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 99
Óskar Halldórsson
„íslenski skólinn“
og Hrafnkelssaga
Á tímum sjálfstæðisbaráttunnar naut sú skoðun mikilla vinsælda hér heima
að miðaldarit þau sem Norðurlandamenn kölluðu oldnordisk eða gammel-
norsk væru séríslenskur arfur. Fyrir aldamótin andmælti Björn M. Ólsen
kröftuglega þeirri skoðun að eddukvæðin væru ort í Noregi eða í byggð-
um Norðmanna fyrir vestan haf, þau væru íslensk. Síðar hefur mönnum
orðið ljóst að þetta mál muni flóknara, rætur hins forna skáldskapar eldri
en svo að blómi hans sé eingöngu afrek íslenskra.
Ekki verður því heldur neitað að skrif manna um fornsögurnar framan
af þessari öld hafi alloft verið lituð af þjóðernissjónarmiðum. Enda þótt
margar þeirra fjalli um menn og atburði í öðrum löndum eru ýmsar
hinna merkustu skráðar af íslenskum höfundum eins og Karli Jónssyni,
Snorra Smrlusyni og Sturlu Þórðarsyni. Þjóðhollir fræðimenn héldu því
óspart á loft hve mjög frændþjóðirnar hefðu þurft á Islendingum að halda
til þess að fylla eyðurnar í eigin sögu. Aðalstolt okkar voru þó að sjálf-
sögðu Islendingasögurnar. Þótt enginn vissi hvernig þær hefðu orðið til
forðum gerðu landsmenn öldum saman ráð fyrir að þær hefðu að geyma
trúverðugar frásagnir af forfeðrum sínum og samfélagi þeirra, heimildir
um þá tíma þegar hetjur riðu um héruð. Rannsóknir leiddu hins vegar
fljótt í ljós að sögurnar voru ekki í öllum greinum áreiðanlegar, greindi
stundum á við aðrar og öruggari heimildir, voru ósamhljóða innbyrðis um
ýmis atriði, í þeim mátti finna tímatalsskekkjur, ennfremur alkunn þjóð-
sagnaminni svo að eitthvað sé talið.
Hér heima kvað mest að sagnarannsóknum Björns M. Ólsen um alda-
mótin og eftir stofnun Háskóla Islands 1911 varð hann prófessor þar í
íslenskum fræðum. Björn rakti bæði missagnir og snilld hinna fornu fræða
með sama skarpleikanum. Hvort tveggja skýrði hann sem árangur mark-
vísrar viðleitni rithöfunda sem hefðu látið sagnfræði víkja fyrir listsköpun.
Þó að heyrst hefði imprað á slíku áður fer ekki milli mála að Björn lagði
317