Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 100
Tímarit Máls og menningar
grundvöll nýrrar rannsóknarstefnu við hinn unga háskóla sem rambaði við
að rísa til sjálfstæðis gagnvart Hafnarháskóla þar sem Finnur Jónsson sat
við Mímisbrunn fornra íslenskra handrita. Skoðun Björns hlaut að eiga
örðugt uppdráttar því að hinir áhrifamestu fræðimenn þeirrar tíðar auk
Finns töldu að sögurnar hefðu skapast fyrir ritöld þegar menn héldu at-
burðum sögualdar á loft í munnlegum frásögnum. Um sannleiksgildi
munnmælanna voru skoðanir samt nokkuð skiptar en hér verður að geta
þess að Finnur lagði mikinn trúnað á þau og kallaði arfsagnir, þær væru
yfirleitt sannar um atburði eftir Islands byggð.
Hér heima hófu rannsóknamenn eftir Olsen skoðanir hans til vegs og
virðingar. Islendingasögur voru afrek ritsnillinga á 13. og 14. öld sem
voldug bókmenntahreyfing hafði lyft til flugs þegar miðaldir ríktu í menn-
ingu Evrópuþjóða. Bókmenntirnar voru ekki einungis skerfur Islendinga
til heimsmenningarinnar heldur um leið réttlæting þeirra fyrir kröfum um
óskorað sjálfstæði. Við höfðum átt sagnameistara á heimsmælikvarða og
þeirra var dýrðin. Gömlu hugmyndinni, að sögurnar hefðu orðið til á
munnlegu stigi, hins vegar hafnað. Þessi þjóðernisfulla sagnatúlkun er af-
sprengi þess hugsunarháttar sem fyllti brjóst manna á lokastigi sjálfstæðis-
baráttunnar gegn Dönum, hún var liður í sókn til hlutgengis meðal þjóða,
sýndi einnig að Islendingar höfðu tekið forystuna í rannsókn sinna eigin
fræða. Skýringarstefna þeirra varð brátt þekkt í öðrum löndum, þar sem
menn gefa gaum að íslenskum fræðum, og kölluð „íslenski rannsókna-
skólinn“. Smiðshöggið rak Sigurður Nordal með ritgerð sinni Hrafnkötlu
1940, sbr. orð Peters Hallberg: „En milstolpe betecknar Nordals lilla skrift
„Hrafnkatla“.“1 Formálar Islenskra fornrita eru mjög í anda þessa skóla.
En þegar þess er gætt að „íslenski skólinn'* var öðrum þræði menn-
ingarpólitík þarf öngvan að undra að hann skorti herslumuninn sem vís-
indaleg rannsóknastefna. Okkur ber að skoða hann sem merkilegt framtak
á sinni tíð fremur en algilda niðurstöðu eða stefnumörkun. Ennfremur
verður að viðurkenna að þótt hann legði áherslu á að Islendingasögur
væru bókmenntaverk lagði hann lítið af mörkum til að skilgreina bók-
mentaleg einkenni þeirra. Hér má þó undanskilja rit Einars Ol. Sveins-
sonar um Brennu-Njáls sögu og fleira, greiningu Sigurðar Nordals á
Hrafnkelssögu og nokkrar ritgerðir aðrar. En um listareinkenni þessarar
bókmenntagreinar í heild, til að mynda formgerð og stíl, hefur nánast
1 Den islándska sagan. Stockholm 1956, bls. 57.
318