Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 102
Tímarit Máls og menningar
Sigurðar Nordal fyrir kenningu hans um þróun sagnaritunarinnar frá sann-
fræði til skáldskapar. í formála Egilssögu (1933) telur hann „almennt
viðurkennt, að í öllum hinum eldri sögum sé meginefnið sótt í munnlegar
frásögur“ og talar um „raunsæi hinna eldri sagna“ eins og sjálfsagðan
hlut. Því meir sem saga byggir á slíkum heimildum og því minna sem
skrásetjarinn vinnur úr þeim því áreiðanlegri á hún að vera. Nú vísa sögur
oft til munnmæla, t. d. með orðum eins og „það er sögn manna“ eða „svo
er sagt“. Þetta tekur Einar Ol. Sveinsson alvarlega þegar hinar eldri og
„áreiðanlegri“ sögur eiga í hlut en komi slíkt fyrir í yngri og ósennilegri
sögum giskar hann á að höfundur sé að stæla hina eldri sagnamenn.
Þetta vitnar allt um hneigð til að setja einhvers konar jafnaðarmerki
milli munnmæla og sannfræði, en sú „röksemd" elur aðra af sér: Sú saga
sem ber engin merki munnmæla og fer í ýmsum atriðum í bága við sagn-
fræðilegar staðreyndir gemr ekki haft munnmæli að undirstöðu og hlýmr
að vera hugsmíð höfundar. Þessi álykmn er mjög varhugaverð og hefur
að öllum líkindum leitt fræðimennskuna á villigötur því að menn hafa
ekki haft nægilegt mið af þeirri staðreynd að hneigð munnmælasagnar-
innar er breyting í epískan skáldskap. Af þessu leiðir að óheimilt er að
líta á 300 ára gömul munnmæli sem sannsögulegan en ólistrænan efnivið.
Jafnframt þessu skyldu menn hafa í huga að sköpun sagnanna var ekki
ævinlega lokið þótt þær kæmust á bókfell, hún hélt áfram í uppskrift-
unum þar sem menn breyttu bæði efni og orðfæri, orm vísur inn í o. s. frv.
Af sumum merkusm sögunum eru til mismunandi gerðir sem virðast hafa
myndast eftir að frumrimn þeirra átti sér stað.
Innræting íslenska skólans að hver og ein saga væri „ein heild og verk
eins höfundar“ verður ekki skilin frá þeirri aðferð við bókmenntarann-
sóknir sem var ríkjandi við Háskóla Islands fram yfir miðja öldina, en
aðalkrafa hennar var rannsókn höfundanna bæði bak við verkin og í þeim.
Forsenda þeirrar aðferðar er auðvitað sú að höfundurinn sé kunnur en hér
kom hún að litlum notum. Hin nýju viðhorf kölluðu vissulega á nýja
rannsóknafræði (metodologi) en um hana hefur íslenski skólinn verið tóm-
lámr.
Framangreindar athugasemdir eru ekki gerðar í því skyni að varpa rýrð
á störf þeirra manna sem helgað hafa krafta sína rannsóknum íslenskra
fornsagna heldur til að benda á (raunar í alltof stuttu máli) að stefnumörk-
un íslenska skólans og þeirra sem reynt hafa að framlengja brautir hans
er ófullnægjandi fyrir þá sem vilja halda áfram að leita sannleikans um
320