Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 104

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Síða 104
Tímarit Máls og menningar manns á mati mínu á sögninni. Auk áður tilgreindra orða segir hann „næsta hæpið að gera ráð fyrir heimatilbúnum hugmyndum einum“ í þessu sambandi. Samlcvæmt þessum tilvitnunum á ég að hafa talið draumsöguna raunsanna, landnámsmaðurinn hafi í upphafi sagt drauminn. I ritgerð minni kallaði ég umrædda frásögn „munnmæli“ og „þjóðsögu“ (sjá t. d. bls. 24—25), en tók öngva ábyrgð á uppruna hennar eða sann- indum. Þá staðhæfingu að mann dreymi draum er ekki tilefni til að rengja í sjálfu sér en hitt sé fjarri mér að setja jafnaðarmerki milli sannfræði og draumsagnar sem gengið hefur í munnmælum, e. t. v. í 300 ár. Ritgerð minni var ætlað að sýna fram á hið gagnstæða. Gægist ekki hér fram misskilningur eða vanskilningur á eðli munnmæla, ættaður frá íslenska skólanum? Peter Hallberg, sem í bók sinni um Islendingasögur 1956 hafði talið Hrafnkötluritgerð Nordals helstu stefnumörkun íslenska skólans, er í rit- dómi sínum heldur fár gagnvart röksemdafærslu minni um uppruna sög- unnar. Samt viðurkennir hann að Nordal hafi tekið of djúpt í árinni með staðhæfingunni frægu: „Aðalviðburðirnir, sem Hrafnkatla segir frá, hafa aldrei gerst.“ A hinn bóginn telur hann að við Hofmann höfum „engan veginn sannað hið gagnstæða: að aðalviðburðir Hrafnkels sögu hafi átt sér stað í veruleikanum eitthvað svipað því sem sagan greinir frá, eða að höf- undurinn hafi smíðað þessa atburði úr arfsögnum“ (bls. 378). Það skaðar ekki að geta þess að ég var nú aldrei að reyna að sanna hið fyrrnefnda! Um hið síðarnefnda verður að meta rök mín, t. a. m. að sagan fari ekki í bága við Landnámabók á þann hátt sem Nordal hugði, að sagan hefði getað gerst í dalnum, að augljósar sagnvillur hennar séu ónýt röksemd gegn munnmælasögum sem efniviði, að munnmælin um Freyfaxa hefðu verið ómissandi fyrir söguheildina o. s. frv. En þetta reynir Hallberg lítt eða ekki. I ritgerð minni sýndi ég fram á að áðurnefnd staðhæfing Nordals væri byggð á margvíslegum misskilningi, m. a. af því að hún hvíldi ekki á nægilegri rannsókn, hefði m. ö. o. ekki verið sönnuð. Hrafnkels saga er staðreynd eins og Hallberg tekur réttilega fram og þykist vera sönn eins fyndu framtíðarstað sinn. Meðal þeirra eru ýmsir helstu fyrirmenn landnámsins og forfeður hinna voldugustu ætta síðar, svo sem Ingólfur Arnarson, Orlygur og Þórður skeggi Hrappssynir, Skalla-Grímur, Þórólfur Mostrarskegg, Ingimund- ur gamli, Helgi magri, Hrollaugur Rögnvaldsson. Hvað sem hæft hefur verið í slíkum sögnum þá er líklegt að niðjarnir, sem óðulin sám, hafi haldið þeim á loft og þær síðan þróast sem munnmæli. 322
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.