Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 105

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 105
„íslenski skólinn" og Hrafnkelssaga og aðrar íslendingasögur. Vilji einhver sýna fram á að hún sé úr lausu lofti gripin, en ekki vaxin úr jarðvegi munnmæla, hvílir sönnunarskyldan á honum. Um nokkur önnur atriði, sem ég tel raunar lítils verð hjá framangreindu, fer Hallberg aftur á móti fleiri orðum. T. a. m. finnst honum ég hafa beitt „alltof veikum rökum“ er ég haldi því fram að örnefnanotkun í sögunni geri hana sennilegri. Um þetta farast honum svo orð: „En það er hægt að staðsetja hvaða reyfara sem er í Reykjavík og fara rétt með öll nöfn á götum, opinberum byggingum, veitingahúsum o. s. frv. án þess að sagan yrði sennilegri þess vegna.“ Þessi lexía er óþörf fyrir þá sem lesið hafa bók mína því að í þeim kafla sem hér um ræðir standa þessi orð (bls. 41—42): Þessar athugasemdir um notkun örnefna og staðhátta í Hrafnkötlu eru ekki gerðar til að endurvekja trú á sagnfræðigildi einstakra atburða hennar því að auðvitað var hægurinn hjá að skapa atburði í samræmi við staðhætti, heldur til að leiðrétta þann misskilning að vegna þeirra efna hljóti bæði sagan og svið hennar að vera heilaspuni 13. aldar manns. Þessi orð (og raunar kaflinn í heild) voru rituð að gefnu tilefni: Sigurð- urur Nordal hafði talið að höfundur Hrafnkötlu hefði lýst staðháttum í Hrafnkelsdal eftir ágiskunum þar eð hann hefði verið að skrifa skáldsögu. Regla Islendingasagna um raunverulegt sögusvið veldur tortryggni ef út af bregður. Því taldi Jón Jóhannesson að rækt Hrafnkötluhöfundar við ör- nefni, staðhátta- og leiðarlýsingar hefði miðað að því að setja „sennileikablæ“ á söguna. Það er enda örðugt að sjá að öll örnefni sögunnar og skýringar þeirra hafi gildi fyrir list hennar. Um Freyfaxahamar verðum við að álykta varlega, a. m. k. á meðan ekki hefur verið úr því skorið hvaða texti um hann muni réttastur. Það skiptir t. d. miklu máli hvort orð D-textans: „ok fram með ánni“ eru upphafleg í sögunni, því að litlu innar en Aðalból verður klettur við ána og enn innar er annar stærri. Staðsetning hamarsins, eins og menn hafa hugsað sér hana samkvæmt útgáfum sögunnar, er svo fjarri lagi að höfundurinn, sem var nákunnugur á Aðalbóli, sbr. lýsingu hans á aðför að Hrafnkatli, hefði varla getað valið hana af ókunnugleika eða ágiskun hvað þá í því skyni að setja „sennileikablæ" á söguna. Agreiningurinn um draum Hallfreðar, sem vikið var að hér að framan, snýst ekki einungis um uppruna hans heldur einnig um túlkun á gildi hans fyrir söguna. Geta lesendur tímaritsins líka kynnst honum í áðurnefndum 323
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.