Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Side 114
Tímarit Máls og menningar
verka. Jafnframt opnar það konum arð-
vænlegan atvinnumarkað, sem veitir
þeim rýmri fjárráð til aukinna lífsþæg-
inda. Með einföldu dæmi lýsa höfundar
félagslegum afleiðingum eins og þær
birtast í frjósemi tveggja kynslóða. For-
eldrar hinna 1100 mæðra margnefndra
rannsóknarbarna áttu til jafnaðar 5.65
börn, en þær sjálfar 3.61 börn (þegar
rannsóknin fór fram). Þessi breyting
frjóseminnar gerist ekki jafnt hjá öll-
um stéttum þjóðfélagsins. „Munur á
,lægri‘ og ,æðri‘ stétmm er á þann veg
sem vænta mátti: Því hærri stétt, því
lægri meðalfjöldi barna.... A hinn
bóginn eru foreldrar úr stétt ófaglærðra
erfiðismanna og verktaka með 3.8 börn
að meðaltali.“ (Sbr. bls. 75—84).
Höfundar rekja meginþætti þessarar
þróunar af mikilli nákvæmni, bæði í
máli og margbrotnum útreikningum,
m. a. með samanburði við aðrar þjóðir.
Þeir kanna einnig fylgni milli mennt-
unar og stétta bæði feðra og mæðra og
þeirrar skólagöngu sem börn þeirra
njóta. En þótt hér sé um að ræða eitt
sterkasta hreyfiafl innan þjóðfélagsins,
get ég ekki veitt því viðeigandi rúm í
þessu ágripskennda spjalli.
Eins og fyrr var getið var hvert barn
rannsóknarhópsins prófað með greindar-
prófi Wechslers. Niðurstöðum þess má
beita til margvíslegrar greiningar, fram-
ar öllu til að finna einstaklingsbundinn
greindarþroska, vöxt hans með vaxandi
aldri, mun eða jöfnuð á greind kynj-
anna, eftir menntun og atvinnustétt for-
eldranna og loks fylgni námsárangurs
við mældan greindarþroska, svo að eitt-
hvað sé nefnt. Bókarhöfundar bera sam-
an greindarþroska barna úr fyrrgreind-
um atvinnustéttum. Meðalgreindarvísi-
tala (mgrv.) stéttarhópanna fer hækkandi
frá stétt 1 upp í stétt 6, nema stétt 5
sker sig úr með greinilega lægð, einkum
hjá drengjum. Höfundar kanna þetta
frávik nánar og leitast við að skýra það.
Ymsar ástæður kunna hér að valda.
Höfundar benda á, að niðurstöðum
þeirra beri vel saman við rannsókn á
fjölmennari hópi íslenzkra barna, sem
gerð var fyrir tveimur áratugum, en
greina þó lítt frá einstökum atriðum,
enda eru greindarprófkerfin, sem beitt
var, ólík að gerð og nokkur munur kann
einnig að vera í stéttaskiptingu. Samt
má benda á, að í síðari rannsókninni
kemur fram verulegur munur á mgrv.
drengja og stúlkna úr starfsstétt 6: 6.6
stig drengjum í hag (Fjöldi 83), en
varð aðeins 0.8 x fyrri rannsókninni
(Fjöldi 363. Sbr. Greindarþroski og
greindarpróf, bls. 60). Vera kann að fá-
menni þessa hóps í síðari rannsókninni
valdi nokkru um þetta. I heild sýna báð-
ar rannsóknirnar hærri grv. drengja.
Nánari umfjöllun um hinar marg-
brotnu niðurstöður greindarprófsins eru
vissulega freistandi, en þessum pistli er
markað þröngt rúm. Eg læt því nægja
að vísa til bókarinnar, en þar er rakin
greindarvísitala kynjanna, tengsl hennar
við atvinnustétt föðurins, eins og skýrt
kemur fram á línuriti 10, bls. 104. Með
greindarmælingunum eru m. a. fengnar
hagnýtar upplýsingar um börn og ungl-
inga í skólanámi. Börnin 1100, sem ég
nefni einfaldlega rannsóknarbörnin,
dreifast á greindarvísitalnastigin 45—
149, þ. e. frá mörkum fávitaháttar upp
í afburðagreind. Ut frá þeirri greiningu
setja höfundar fram nokkrar þýðingar-
miklar spurningar: Hver verður hlut-
deild atvinnustéttanna sex í dreifingu
greindarþroskans? Ræður stéttarlegur
uppruni barna skipan þeirra í bekki
skólans? Er dreifing nemenda á ein-
kunnastigann mismunandi eftir kynjum?
332