Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 114

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1978, Page 114
Tímarit Máls og menningar verka. Jafnframt opnar það konum arð- vænlegan atvinnumarkað, sem veitir þeim rýmri fjárráð til aukinna lífsþæg- inda. Með einföldu dæmi lýsa höfundar félagslegum afleiðingum eins og þær birtast í frjósemi tveggja kynslóða. For- eldrar hinna 1100 mæðra margnefndra rannsóknarbarna áttu til jafnaðar 5.65 börn, en þær sjálfar 3.61 börn (þegar rannsóknin fór fram). Þessi breyting frjóseminnar gerist ekki jafnt hjá öll- um stéttum þjóðfélagsins. „Munur á ,lægri‘ og ,æðri‘ stétmm er á þann veg sem vænta mátti: Því hærri stétt, því lægri meðalfjöldi barna.... A hinn bóginn eru foreldrar úr stétt ófaglærðra erfiðismanna og verktaka með 3.8 börn að meðaltali.“ (Sbr. bls. 75—84). Höfundar rekja meginþætti þessarar þróunar af mikilli nákvæmni, bæði í máli og margbrotnum útreikningum, m. a. með samanburði við aðrar þjóðir. Þeir kanna einnig fylgni milli mennt- unar og stétta bæði feðra og mæðra og þeirrar skólagöngu sem börn þeirra njóta. En þótt hér sé um að ræða eitt sterkasta hreyfiafl innan þjóðfélagsins, get ég ekki veitt því viðeigandi rúm í þessu ágripskennda spjalli. Eins og fyrr var getið var hvert barn rannsóknarhópsins prófað með greindar- prófi Wechslers. Niðurstöðum þess má beita til margvíslegrar greiningar, fram- ar öllu til að finna einstaklingsbundinn greindarþroska, vöxt hans með vaxandi aldri, mun eða jöfnuð á greind kynj- anna, eftir menntun og atvinnustétt for- eldranna og loks fylgni námsárangurs við mældan greindarþroska, svo að eitt- hvað sé nefnt. Bókarhöfundar bera sam- an greindarþroska barna úr fyrrgreind- um atvinnustéttum. Meðalgreindarvísi- tala (mgrv.) stéttarhópanna fer hækkandi frá stétt 1 upp í stétt 6, nema stétt 5 sker sig úr með greinilega lægð, einkum hjá drengjum. Höfundar kanna þetta frávik nánar og leitast við að skýra það. Ymsar ástæður kunna hér að valda. Höfundar benda á, að niðurstöðum þeirra beri vel saman við rannsókn á fjölmennari hópi íslenzkra barna, sem gerð var fyrir tveimur áratugum, en greina þó lítt frá einstökum atriðum, enda eru greindarprófkerfin, sem beitt var, ólík að gerð og nokkur munur kann einnig að vera í stéttaskiptingu. Samt má benda á, að í síðari rannsókninni kemur fram verulegur munur á mgrv. drengja og stúlkna úr starfsstétt 6: 6.6 stig drengjum í hag (Fjöldi 83), en varð aðeins 0.8 x fyrri rannsókninni (Fjöldi 363. Sbr. Greindarþroski og greindarpróf, bls. 60). Vera kann að fá- menni þessa hóps í síðari rannsókninni valdi nokkru um þetta. I heild sýna báð- ar rannsóknirnar hærri grv. drengja. Nánari umfjöllun um hinar marg- brotnu niðurstöður greindarprófsins eru vissulega freistandi, en þessum pistli er markað þröngt rúm. Eg læt því nægja að vísa til bókarinnar, en þar er rakin greindarvísitala kynjanna, tengsl hennar við atvinnustétt föðurins, eins og skýrt kemur fram á línuriti 10, bls. 104. Með greindarmælingunum eru m. a. fengnar hagnýtar upplýsingar um börn og ungl- inga í skólanámi. Börnin 1100, sem ég nefni einfaldlega rannsóknarbörnin, dreifast á greindarvísitalnastigin 45— 149, þ. e. frá mörkum fávitaháttar upp í afburðagreind. Ut frá þeirri greiningu setja höfundar fram nokkrar þýðingar- miklar spurningar: Hver verður hlut- deild atvinnustéttanna sex í dreifingu greindarþroskans? Ræður stéttarlegur uppruni barna skipan þeirra í bekki skólans? Er dreifing nemenda á ein- kunnastigann mismunandi eftir kynjum? 332
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.