Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Blaðsíða 45
Bcekur og „kellingabcekur“
tíma viðurkenndi sem „góðar“ bókmenntir. Þennan skilning virðist Guð-
brandur Vigfússon einnig hafa lagt í orðið. í tilvitnuninni hér að framan
gerir hann það ekki að sínu, sbr. „sem kallaðar eru“, „sem svo er kölluð“,
og það kemur glöggt fram að honum fellur það ekki. Þjóðsagnasafninu
fylgir hann síðan úr hlaði með sama orðaleik og átti eftir að vakna til nýs
lífs hundrað árum síðar, og sem sýnir betur en annað hvaða stimpill það
er sem góðar bókmenntir þurfa að óttast:
... surair fara betur með sögur en aðrir; þó vonum vér að allflestar reynist
í góðu lagi og beri þess vott að menn kunni enn að segja sögur á Islandi,
ekki síður ungir menn en karlar og kerlingar svo þessi bók þarf ekki að
óttast að verða nefnd kerlingabók fyrir þá skuld.11
Hvers kyns eru rithöfundar?
Það hefur verið þegjandi samkomulag í allri umræðu um íslenskar bók-
menntir og sögu þeirra að ganga fram hjá bókmennmm eftir konur eins
og þær væru ekki til. Það heyrir til undantekninga ef þeirra er getið í bók-
menntasögum og yfirlitsgreinum, og aldrei hef ég séð á það minnst sem
bókmenntasögulega athyglisvert atriði, hve lítið hefur varðveist af bók-
menntum kvenna eða hve fáar konur eru rithöfundar.12 Spurningin virðist
einfaldlega ekki hafa hvarflað að þeim sem bókmenntasögur rita, enda
aldrei verið til þess ætlast að konur skrifuðu bækur.
Þetta karlmannaviðhorf kemur greinilega fram í tungumálinu, og er að
miklu leyti innbyggt því. Þannig felur orðið mansöngur í sér að ort er til
konu, og það meira að segja ungrar, en man þýðir mcer. Tilsvarandi orð
um ástarkveðskap kvenna er ekki til, afmr á móti em til be'makerlinga-
vísur, sem sýnir ekki annað en hina hliðina á sömu hugmyndafræðinni,
en orðið er notað um klúrar vísur, sem aðeins finnast á heiðum uppi (utan
marka bókmenntastofnunarinnar) og lagðar em í munn vergjörnum kerl-
ingum sem leggja sig eftir vegfarendum, — sem væntanlega em allir karl-
menn.
Svipaða afstöðu má finna í sögninni að „feðra“ þegar nomð er um
vísur. Jafnvel þótt vitað sé að konur hafi ort til forna og margar vísur
séu eignaðar þeim í fornrimm, sýnir þessi málnotkun, að bókmenntasögu-
fræðingar gera ekki ráð fyrir að konur geti verið höfundar hinna „ófeðr-
uðu“ vísna. An nokkurra athugasemda segir t. a. m. Jónas Kristjánsson í
bókmenntasöguyfirliti sínu í Sögu Islands:
375