Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 93

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1978, Síða 93
Olnbogabörn skólans þá framvegis vandabörn. Það er þýðing mín á skandinavíska orðinu „pro- blembarn“. Til skilgreiningar orðsins teljast þeir sem eiga erfitt með sam- skipti við aðra, eða það sem flestir þekkja undir nafninu geðrænir erfið- leikar eða hegðunarvandkvæði. Erfiðleika í samskiptum er oft illgerlegt að greina frá erfiðleikum við nám. Þetta tvennt orkar hvort á annað á flókinn hátt. Vandamál í skóla Rannsóknir víða erlendis frá sýna fram á alvarlegt vandamál í skólagöngu verulegs hluta nemenda. Skýrslur frá Noregi, Danmörku og Svíþjóð segja að í sumum bæjarhverfum eigi um og yfir 20% af börnum á barna- og unglingastigi x erfiðleikum. Vitneskja um þetta hefur m. a. haft í för með sér miklar umræður um tilgang skólans, hverjir búi honum þvílík skilyrði, og hvað beri að gera við þeim. Sumir, þar á meðal Christie, hafa gengið svo langt að álíta að skólinn hafi sungið sitt fegursta í sinni núverandi mynd, hann sé aðallega geymslustaður fyrir börn og það beri að stefna að allt öðrum skóla, skóla sem sé hluti af hinu raunverulega lífi sam- félagsins. Eftir tveggja ára starf við sálfræðiþjónustu í skólum tel ég að um mikil skólavandamál sé að ræða á Islandi, enda þótt tölurnar vanti. Þessu geta margir kennarar sennilega borið vitni, þrátt fyrir að þeir hafi ekki hátt um slíka hluti. Ef menn viðurkenna vandamál við starf sitt, geta þeir farið að halda að þeir séu einskis nýtir við það. Þess vegna er oft betra að halda slíkum tilfinningum frá sér. Astæða er til að ætla að mörgum kennurum veitist starf sitt erfitt, og það hafi í för með sér vanmáttartilfinningu. Kenn- arar eru fyrst og fremst menntaðir í að kenna en ekki í að takast á við flókin mannleg vandamál. Það er þó aðstaða sem langflestir þeirra lenda í. Hvað gerir kennari þegar vandamál koma upp? Léttvæg námsvandamál reyna kennarar oftast að leysa sjálfir með því að grípa til þeirra ráðstaf- ana sem eru fyrir hendi innan hvers skóla. Ef um meiri námserfiðleika er að ræða, leita sumir kennarar aðstoðar sálfræðiþjónustu. Eins er ef um samskiptaerfiðleika er að ræða. En líklega biðja kennarar frekar um aðstoð í slíkum málum en ef vandinn snýst um námið eingöngu. Slíkt er ekki ósennilegt, þar sem flókin félagssálfræðileg samskipti reynast kennurum erfið og leiða oft til meiri vandræða í bekk en hreinir námserfiðleikar gera. 423
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.