Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 48

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 48
Tímarit Mdls og menningar Þegar Ofviðrið var leikið í Stratford árið 1963, var Aríel sýndur sem þögull piltur, einbeittur á svip. Hann brosti aldrei. Þegar Ofviðrið var sýnt í Alþýðuleikhúsinu í Nowa Hut 1959, var Aríel tvífari. I síðustu sviðtöku í Stratford fékk hann fjóra þögla staðgengla. Alltaf er Pokurinn vís til að vera margur í senn. Gervi staðgenglanna var stæling á andliti Aríels sjálfs. að þeirra veika vit, sem nú var slegið svo villtri skelfing, hugði að sér vegið af dauðum hlumm; þyrnirunnar þrifu í þeirra klæði og utanaf þeim rifu (III,2) Þetta er ekki Aríel að elta hátignarmorðingjana á eyju Prosperós. Það er gæðablóðið Hrói Heillakarl að ofsækja öðlinginn Kvist og hans flokk, sem engum hefur mein gert. Bokki er púki, og getur líka margfaldað sig. Hægt er að gera sér í hugarlund leiksýningu þar sem Bokki hefur í fylgd sinni staðgöngu-púka, sem eru eins og spegilmyndir hans sjálfs. Bokki fer, eins og Aríel, hratt sem hugur manns: Utanum hnöttinn allan bregð ég linda á hálfri stundu.1 (11,1) Shakespeare fór nærri lagi. Fyrsta gervitungl Rússa fór kringum jörðina á 47 mínútum. Bokki er, eins og Aríel, óháður tíma og rúmi. Bokki er loddari og sjónhverfinga-snillingur, nokkurs konar Harlekín úr commedia dell’arte, sams konar Harlekín og Marcello Moretti sýndi fyrir nokkrum árum, svo að aldrei gleymist, í Tveim herrum þjónað á Piccolo-leikhúsinu í Mílanó. Það var í honum nokkuð af dýri og skógarpúka. Svört skinn- gríma, með op fyrir augu og munn, fékk andlitinu refslegan kattar-svip. En umfram allt var hann púki; eins og Bokki. Hann margfaldaði sig, tvöfaldaði og þrefaldaði, virtist óháður þyngdarlögmálinu; hann umbreytti sér og hvarf í sjálfan sig, gat Verið á ýmsum stöðum í senn. Látbragði hverrar leikpersónu eru takmörk sett. En Harlekín kann allt látbragð. Honum eru lagnar djöfullegar listir. Hvað? Sjónleikur! Eg verð að horfa’ á hann og helzt að leika með, ef svo ber undir. (III,1) 1 Hér stendur i frumtexta: „In forty minutes." Þýð. 294
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.