Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 48
Tímarit Mdls og menningar
Þegar Ofviðrið var leikið í Stratford árið 1963, var Aríel sýndur sem
þögull piltur, einbeittur á svip. Hann brosti aldrei. Þegar Ofviðrið var
sýnt í Alþýðuleikhúsinu í Nowa Hut 1959, var Aríel tvífari. I síðustu
sviðtöku í Stratford fékk hann fjóra þögla staðgengla. Alltaf er Pokurinn
vís til að vera margur í senn. Gervi staðgenglanna var stæling á andliti
Aríels sjálfs.
að þeirra veika vit, sem nú var slegið
svo villtri skelfing, hugði að sér vegið
af dauðum hlumm; þyrnirunnar þrifu
í þeirra klæði og utanaf þeim rifu (III,2)
Þetta er ekki Aríel að elta hátignarmorðingjana á eyju Prosperós. Það er
gæðablóðið Hrói Heillakarl að ofsækja öðlinginn Kvist og hans flokk,
sem engum hefur mein gert. Bokki er púki, og getur líka margfaldað sig.
Hægt er að gera sér í hugarlund leiksýningu þar sem Bokki hefur í fylgd
sinni staðgöngu-púka, sem eru eins og spegilmyndir hans sjálfs. Bokki
fer, eins og Aríel, hratt sem hugur manns:
Utanum hnöttinn allan bregð ég linda
á hálfri stundu.1 (11,1)
Shakespeare fór nærri lagi. Fyrsta gervitungl Rússa fór kringum jörðina
á 47 mínútum. Bokki er, eins og Aríel, óháður tíma og rúmi. Bokki er
loddari og sjónhverfinga-snillingur, nokkurs konar Harlekín úr commedia
dell’arte, sams konar Harlekín og Marcello Moretti sýndi fyrir nokkrum
árum, svo að aldrei gleymist, í Tveim herrum þjónað á Piccolo-leikhúsinu
í Mílanó. Það var í honum nokkuð af dýri og skógarpúka. Svört skinn-
gríma, með op fyrir augu og munn, fékk andlitinu refslegan kattar-svip.
En umfram allt var hann púki; eins og Bokki. Hann margfaldaði sig,
tvöfaldaði og þrefaldaði, virtist óháður þyngdarlögmálinu; hann umbreytti
sér og hvarf í sjálfan sig, gat Verið á ýmsum stöðum í senn. Látbragði
hverrar leikpersónu eru takmörk sett. En Harlekín kann allt látbragð.
Honum eru lagnar djöfullegar listir.
Hvað? Sjónleikur! Eg verð að horfa’ á hann
og helzt að leika með, ef svo ber undir. (III,1)
1 Hér stendur i frumtexta: „In forty minutes." Þýð.
294