Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Síða 83
Jóhann Sigurjónsson og módernisminn augu við sjálfan grundvöll tilveru sinnar án nokkurrar hlífðar. Draumar lífsins eru lygi í þess augum. Hið eina sem maðurinn getur vænst og stefnt að sem vissu takmarki er dauðinn. Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefur bent á mikilvægi þessarar áleitnu dauðakenndar eða tilvistarkreppu fyrir líf Jóhanns. Hann segir: „Voru það ekki einmitt andstæðurnar: líf og dauði, sem var aðalefni Jóhanns? Uppi- staðan í lífi hans, skáldskap og þróun? Tvískinnungurinn örlagaþrungni og ósigrandi? . . . Hamstola stendur hann frammi fyrir sínum mikla and- stceðing.“ Og Gunnar segir ennfremur: „Það var eitthvað það innra með honum, sem gerði honum ókleift að skynja líf og dauða sem aðeins yfir- borðsandstæður. Hann sá aðeins fjandskap dauðans gegn lífinu. Og hann sá hann hvar sem hann fór. „O, hvað það var fagurt í Venezíu — ó, hvað Mont Blanc var kaldur og hátignarlegur — ó, hvað gullið á græna borðinu var freistandi og þó tilfinningalaust — sameiginlegt fyrir jætta allt saman var andblær dauðans." Þannig ritar hann árið 1911 ástvinu sinni.“14 Sólarlag15 býður upp á margvíslegar túlkanir sökum margslunginnar táknvísi. Sumir vilja væntanlega skilja það sem angurværa hugleiðingu um hverfulleikann eða jafnvel sem náttúrumynd. Slíkt næði skammt. Sólar- lag er að mínum dómi allegórisk útlegging á eðli mannlegrar tilvistar. I því ljósi eru áhrif hinna 20 myndhverfinga ljóðsins mjög mögnuð. Fyrstu þrjú erindi Ijóðsins hljóða svo: Sólin ilmar af eldi allan guðslangan daginn, faðmar að sér hvert einasta blóm, andar logni yfir sæinn. En þegar kvöldið er komið, og kuldinn úr hafinu stígur, þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld og blóðug í logana hnígur. Nóttin flýgur og flýgur föl yfir himinbogann. Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld, eys því sem vatni yfir logann. Myndhverfingar Sólarlags spretta af andstæðu sólar og nætur, birtu og myrkurs. Þessi eilífu náttúrufyrirbæri eru hinir jákvæðu og neikvæðu pólar kvæðisins og tákna sértæk hugtök sem varða mannlega reynslu. Merking 329
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.