Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Blaðsíða 83
Jóhann Sigurjónsson og módernisminn
augu við sjálfan grundvöll tilveru sinnar án nokkurrar hlífðar. Draumar
lífsins eru lygi í þess augum. Hið eina sem maðurinn getur vænst og stefnt
að sem vissu takmarki er dauðinn.
Gunnar Gunnarsson rithöfundur hefur bent á mikilvægi þessarar áleitnu
dauðakenndar eða tilvistarkreppu fyrir líf Jóhanns. Hann segir: „Voru það
ekki einmitt andstæðurnar: líf og dauði, sem var aðalefni Jóhanns? Uppi-
staðan í lífi hans, skáldskap og þróun? Tvískinnungurinn örlagaþrungni
og ósigrandi? . . . Hamstola stendur hann frammi fyrir sínum mikla and-
stceðing.“ Og Gunnar segir ennfremur: „Það var eitthvað það innra með
honum, sem gerði honum ókleift að skynja líf og dauða sem aðeins yfir-
borðsandstæður. Hann sá aðeins fjandskap dauðans gegn lífinu. Og hann
sá hann hvar sem hann fór. „O, hvað það var fagurt í Venezíu — ó, hvað
Mont Blanc var kaldur og hátignarlegur — ó, hvað gullið á græna borðinu
var freistandi og þó tilfinningalaust — sameiginlegt fyrir jætta allt saman
var andblær dauðans." Þannig ritar hann árið 1911 ástvinu sinni.“14
Sólarlag15 býður upp á margvíslegar túlkanir sökum margslunginnar
táknvísi. Sumir vilja væntanlega skilja það sem angurværa hugleiðingu
um hverfulleikann eða jafnvel sem náttúrumynd. Slíkt næði skammt. Sólar-
lag er að mínum dómi allegórisk útlegging á eðli mannlegrar tilvistar. I
því ljósi eru áhrif hinna 20 myndhverfinga ljóðsins mjög mögnuð.
Fyrstu þrjú erindi Ijóðsins hljóða svo:
Sólin ilmar af eldi
allan guðslangan daginn,
faðmar að sér hvert einasta blóm,
andar logni yfir sæinn.
En þegar kvöldið er komið,
og kuldinn úr hafinu stígur,
þá kastar hún brandi á bláloftsins tjöld
og blóðug í logana hnígur.
Nóttin flýgur og flýgur
föl yfir himinbogann.
Myrkrinu eys hún á eldbrunnin tjöld,
eys því sem vatni yfir logann.
Myndhverfingar Sólarlags spretta af andstæðu sólar og nætur, birtu og
myrkurs. Þessi eilífu náttúrufyrirbæri eru hinir jákvæðu og neikvæðu pólar
kvæðisins og tákna sértæk hugtök sem varða mannlega reynslu. Merking
329