Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 85
Jóhann Sigurjónsson og módernistninn
fyrir skáld á borð við Jóhann. í eldri Ijóðum hans er það algengt
tákn fyrir mannleg örlög. Skýrast kemur það fram í Kvöldhugsjón og
Bárunni. I síðarnefnda kvæðinu líkir skáldið lífshlaupi sínu við feril öld-
unnar á hinu mikla hafi:
Mjer virðist lífið líkt og mikið haf,
ég lifi sjálfur eins og báran smáa,
er rís og hneigir hægt og rótt í kaf
sitt höfuð vott í móðurskautið bláa.
Hér virðist Jóhann skynja sig sem hluta stórrar heildar og hann er sáttur
við heiminn. Þessi samræmiskennd hvarf er líða tók á feril hans eins og
áður hefur verið minnst á.
I kvæðunum Heimþrá16 og Órysseifur hinn nýi11 er hafið grunntákn.
Bæði fjalla ljóðin um aðstöðu mannsins í heiminum á allegóriskan hátt.
Helge Toldberg vildi túlka þau í Ijósi lífskjara skáldsins á ritunartímanum.
Eg tel þau innihalda öllu almennari og heimspekilegri vísun en svo.
Með því afneita ég að sjálfsögðu ekki, að persónuleg lífsreynsla skálds-
ins sé ein af forsendum þeirrar heimssýnar sem fram kemur í ljóðunum.
Heimþrá hefst svo:
Reikult er rótlaust þangið,
rekst það um víðan sjá,
straumar og votir vindar
velkja því til og frá.
Ljóðið hefur tvö merkingarlög eins og öll allegórisk kvæði. Hafið og
þangið virðist samsvara tilverunni og mannlífinu. Vísunni er þannig ætlað
að túlka tilvistarskilyrði mannsins eins og skáldið skilur þau. Þangið rekst
stefnulaust fyrir straumum. En þrátt fyrir rótleysið er það rótfast um leið.
Það er eilíflega bundið uppruna sínum og kemst ekki úr hafinu. A sama hátt
er maðurinn ekki gerandi tilveru sinnar þótt hann ímyndi sér svo í ofur-
mennskudraumum sínum. Æskuósk Jóhanns „Gefðu mjer dramb þitt, þú
dýrlegi sær“, verður aldrei uppfyllt. Maðurinn er einungis þolandi sem
boðar lífsins skella á. Hann getur ekki yfirstigið takmarkanir sínar og end-
anlega er hann ekki annað en leiksoppur örlaganna að dómi skáldsins.
I 2. vísu er heimi draums og vonar teflt fram. Fuglarnir eru andstæða
þangsins. Þeir eru frjálsir í flugi sínu um órafjarska himinsins. Rökrétt
finnst mér að líta á þá sem tákn fyrir hugsjónirnar.
331