Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Page 122
Tímarit Mdls og menningar
SAMFÉLAGSFRÆÐI ISRAELS
Seinasta framtak Máls og menningar á
vettvangi félagsfræðinnar, útgáfa bók-
arinnar Samfélagið eftir Joachim Israel,
sem Auður Styrkársdóttir hefur þýtt og
staðfært,1 verður að teljast lofsverður
vottur um viðbragðsflýti og glögg-
skyggni á forvitnilegar hræringar í nú-
tímafélagsfræði. Annað dæmi þessa
næmleika var það öndvegisuppátæki
sama útgáfufyrirtækis fyrir rúmum ára-
tug að gefa út bók Peters Bergers, Inn-
gang að félagsfræði, sem um langan ald-
ur mun talin til merkisrita félagsfræð-
innar.
Þótt þessar tvær bækur, sem hér eru
nefndar í sömu andrá, séu um flest ó-
líkar, þá fer ekki á milli mála að Israel
hefur notið góðs af kynnum af verkum
Bergers. Þessum höfundum er báðum
mjög í mun að vekja lesendur sína tii
hugsunar um hlutverk þeirra sem skap-
enda eigin tilveru, í stað þess að vera
einungis afsprengi hennar, eins og hefð-
bundin félagsfræði gefur oft til kynna
(Berger. 1969, bls. 188 n2). Þannig
segir Berger á einum stað (1969, bls. 3):
„Þjóðfélagið er díalektískt fyrirbæri í
þeim skilningi að það er gert af mönn-
um og engum öðrum, en orkar þó
stöðugt á skapendur sína. Það er skap-
að af mönnum. Verund þess er öll feng-
in frá mannlegum athöfnum og mann-
legri vitund.“ Israel segir aftur á móti
(1973, bls. 24): „Mannlegt starf skapar
. . . efnisleg og félagsleg skilyrði fyrir
tilveru mannsins. En þessi skilyrði hafa
gagnverkandi áhrif á manninn. Þannig
1 Joachim Israel: Samfélagið. Fjölskyld-
an — vinnan — ríkið. Auður Styr-
kársdóttir þýddi og staðfærði. Reykja-
vík 1979.
er maðurinn afurð hins efnislega og fé-
lagslega heims sem hann sjálfur hefur
skapað.“
Svo sem eðlilegt má telja um þannig
sinnaða menn er báðum þessum höf-
undum allhugleikin spurningin um á-
byrgð fræðimannsins, og báðir fjalla þeir
einnig um hlutleysisvanda vísindanna.
Berger brýnir vissulega fyrir mönnum
vísindalegt hlutleysi (1968, bls. 168—
169), en varar um leið við því skálka-
skjóli sem það getur veitt þeim sem
vilja með auðveldum hætti komast hjá
því að taka afstöðu í málum sem valda
ágreiningi. Israel hefur bent á að í um-
ræðum um hlutleysi hafi venjulega
blandast saman þrenn aðgreinanleg
vandamál (1972, bls. 20): 1. frelsi vís-
indamannsins frá gildismati; 2. hiut-
leysi vísindanna; 3. ábyrgð vísinda-
mannsins á notkun niðurstaðna hans.
Israel stendur á herðum Gunnars Myr-
dals þegar hann segir m. a. (1973, bls.
66): „. . . þegar grundvallarforsendur
eru valdar er um leið tekin óbein ákvörð-
un um það hvers konar vitneskju er
aflað um samfélagið." Myrdal segir t.d.
(1968, bls. 9): „í öllu vísindalegu starfi
er að finna óumflýjanlegan þátt hins
fyrirfram ákveðna. Spurningarnar verða
að koma á undan svörunum. Allar spurn-
ingar gefa til kynna áhugamál okkar í
tilverunni; þær tjá gildismat þegar öllu
er á botninn hvolft."
Það þarf engum að dyljast sem þekk-
ir til annarra verka Joachims Israels að
kennslubók eftir hann í samfélagsfræði
fyrir framhaldsskóla hlýtur að vera skrif-
uð með ákveðin grundvallarsjónarmið
í huga, þ. á. m. að átök milli ólíkra og
andstæðra þjóðfélagsafla séu hreyfiafl
þjóðfélagslegra breytinga og að í þeim
368