Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 122

Tímarit Máls og menningar - 01.10.1979, Qupperneq 122
Tímarit Mdls og menningar SAMFÉLAGSFRÆÐI ISRAELS Seinasta framtak Máls og menningar á vettvangi félagsfræðinnar, útgáfa bók- arinnar Samfélagið eftir Joachim Israel, sem Auður Styrkársdóttir hefur þýtt og staðfært,1 verður að teljast lofsverður vottur um viðbragðsflýti og glögg- skyggni á forvitnilegar hræringar í nú- tímafélagsfræði. Annað dæmi þessa næmleika var það öndvegisuppátæki sama útgáfufyrirtækis fyrir rúmum ára- tug að gefa út bók Peters Bergers, Inn- gang að félagsfræði, sem um langan ald- ur mun talin til merkisrita félagsfræð- innar. Þótt þessar tvær bækur, sem hér eru nefndar í sömu andrá, séu um flest ó- líkar, þá fer ekki á milli mála að Israel hefur notið góðs af kynnum af verkum Bergers. Þessum höfundum er báðum mjög í mun að vekja lesendur sína tii hugsunar um hlutverk þeirra sem skap- enda eigin tilveru, í stað þess að vera einungis afsprengi hennar, eins og hefð- bundin félagsfræði gefur oft til kynna (Berger. 1969, bls. 188 n2). Þannig segir Berger á einum stað (1969, bls. 3): „Þjóðfélagið er díalektískt fyrirbæri í þeim skilningi að það er gert af mönn- um og engum öðrum, en orkar þó stöðugt á skapendur sína. Það er skap- að af mönnum. Verund þess er öll feng- in frá mannlegum athöfnum og mann- legri vitund.“ Israel segir aftur á móti (1973, bls. 24): „Mannlegt starf skapar . . . efnisleg og félagsleg skilyrði fyrir tilveru mannsins. En þessi skilyrði hafa gagnverkandi áhrif á manninn. Þannig 1 Joachim Israel: Samfélagið. Fjölskyld- an — vinnan — ríkið. Auður Styr- kársdóttir þýddi og staðfærði. Reykja- vík 1979. er maðurinn afurð hins efnislega og fé- lagslega heims sem hann sjálfur hefur skapað.“ Svo sem eðlilegt má telja um þannig sinnaða menn er báðum þessum höf- undum allhugleikin spurningin um á- byrgð fræðimannsins, og báðir fjalla þeir einnig um hlutleysisvanda vísindanna. Berger brýnir vissulega fyrir mönnum vísindalegt hlutleysi (1968, bls. 168— 169), en varar um leið við því skálka- skjóli sem það getur veitt þeim sem vilja með auðveldum hætti komast hjá því að taka afstöðu í málum sem valda ágreiningi. Israel hefur bent á að í um- ræðum um hlutleysi hafi venjulega blandast saman þrenn aðgreinanleg vandamál (1972, bls. 20): 1. frelsi vís- indamannsins frá gildismati; 2. hiut- leysi vísindanna; 3. ábyrgð vísinda- mannsins á notkun niðurstaðna hans. Israel stendur á herðum Gunnars Myr- dals þegar hann segir m. a. (1973, bls. 66): „. . . þegar grundvallarforsendur eru valdar er um leið tekin óbein ákvörð- un um það hvers konar vitneskju er aflað um samfélagið." Myrdal segir t.d. (1968, bls. 9): „í öllu vísindalegu starfi er að finna óumflýjanlegan þátt hins fyrirfram ákveðna. Spurningarnar verða að koma á undan svörunum. Allar spurn- ingar gefa til kynna áhugamál okkar í tilverunni; þær tjá gildismat þegar öllu er á botninn hvolft." Það þarf engum að dyljast sem þekk- ir til annarra verka Joachims Israels að kennslubók eftir hann í samfélagsfræði fyrir framhaldsskóla hlýtur að vera skrif- uð með ákveðin grundvallarsjónarmið í huga, þ. á. m. að átök milli ólíkra og andstæðra þjóðfélagsafla séu hreyfiafl þjóðfélagslegra breytinga og að í þeim 368
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.