Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 97

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Síða 97
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér“ þurrka út alla skapfestu“ (99). Þannig víkur Hallgrímur verkakarl undir lokin fyrir siðferðilegri deilu um hatur og fyrirgefningu milli skötuhjúa sem virðast hafa lesið Einar Kvaran og „nísta hvort í öðru hjartað“ í leiðinni, því auðvitað elskast þau heitt undir niðri. VII Theódór Friðriksson notar skáldsöguna ekki aðeins til að fullnægja því réttlæti sem ævikjör sjálfs hans vildu ekki að hann nyti. Skáldsagan er honum til fleiri hluta nytsamleg. Theódór segir í ævisögunni, að eftir að hann tók að skrifa smásögur hafi sér öðru hvoru fundist sem líf sitt væri tvíþætt. „Annars vegar var baráttan fyrir lífi mínu og fjölskyldu minnar, og var sá þátturinn miklu gildari, og stundum gætti hans eins saman. Hins vegar voru ritstörfin, fyrst smásagnagerð, og nú hafði ég að lokum ritað nokkuð stóra sögu, Útlaga“ (629). Ritstarfaþátturinn gildnaði þegar árin liðu, þótt baslið væri Theódóri mikill fjötur um fót: „Mér fannst jafnvel öðru hvoru, að hann væri mitt eiginlega líf, þó að ég gæti ekki rækt það nema að litlu leyti“ (629). Við þessar aðstæður þarf engum að koma á óvart þótt fjölskyldan verði rithöfundinum þung byrði og að hann kvarti öðru hvoru yfir hlutskipti sínu, enda þótt hann skjótist aldrei undan framfærsluskyldum sínum svo séð verði. Ofan á fátæktina og baslið hleðst afbrýðisemi eiginkonunnar og erfitt lundarfar (Iverum, 372, 409, 439, 669 og víðar). í skáldsögunum er Theódór, eins og fram hefur komið, að leika sér að lækna þessi mein öll í einu með blessunarlegum áhrifum stóra happsins. En sérkennilegasta svar hans við oki fjölskyldulífs í fátækt er þó ekki rakið enn, en það kemur einmitt fram í þeirri nokkuð stóru sögu, Útlögum, sem út kom 1922. I sögu þessari er önnur aðalhetjan, Rafn skipstjóri, að stæla við ungan prest um ástir og hjónaband. Rafn krefst þess, að fyrst séu mönnum tryggð sæmileg lífskjör („það verður að skera djúpt fyrir rætur allrar örbirgðar“) og þá geti þeir farið að hugsa um börn og buru. Fátækir menn hafa ekki efni á slíkum munaði: „Það er eins og það færist oft og tíðum dimm og drungaleg ský á vonir þessara fátæku vesalinga með hverju barni sem þeim fæðist, þangað til yfir tekur með algerðum sólmyrkva“ (37). Rafn hefur tekið að sér að finna lausnina á þessu máli fýrir fjölskyldumanninn Theódór Friðriksson. Hann hefur búið til prýðilegt karlmannasamfélag og er 219
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.