Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Qupperneq 97
,,Von um virðingu fyrir sjálfum mér“
þurrka út alla skapfestu“ (99). Þannig víkur Hallgrímur verkakarl undir lokin
fyrir siðferðilegri deilu um hatur og fyrirgefningu milli skötuhjúa sem virðast
hafa lesið Einar Kvaran og „nísta hvort í öðru hjartað“ í leiðinni, því auðvitað
elskast þau heitt undir niðri.
VII
Theódór Friðriksson notar skáldsöguna ekki aðeins til að fullnægja því réttlæti
sem ævikjör sjálfs hans vildu ekki að hann nyti. Skáldsagan er honum til fleiri
hluta nytsamleg.
Theódór segir í ævisögunni, að eftir að hann tók að skrifa smásögur hafi sér
öðru hvoru fundist sem líf sitt væri tvíþætt. „Annars vegar var baráttan fyrir lífi
mínu og fjölskyldu minnar, og var sá þátturinn miklu gildari, og stundum gætti
hans eins saman. Hins vegar voru ritstörfin, fyrst smásagnagerð, og nú hafði ég
að lokum ritað nokkuð stóra sögu, Útlaga“ (629). Ritstarfaþátturinn gildnaði
þegar árin liðu, þótt baslið væri Theódóri mikill fjötur um fót: „Mér fannst
jafnvel öðru hvoru, að hann væri mitt eiginlega líf, þó að ég gæti ekki rækt það
nema að litlu leyti“ (629).
Við þessar aðstæður þarf engum að koma á óvart þótt fjölskyldan verði
rithöfundinum þung byrði og að hann kvarti öðru hvoru yfir hlutskipti sínu,
enda þótt hann skjótist aldrei undan framfærsluskyldum sínum svo séð verði.
Ofan á fátæktina og baslið hleðst afbrýðisemi eiginkonunnar og erfitt lundarfar
(Iverum, 372, 409, 439, 669 og víðar). í skáldsögunum er Theódór, eins og fram
hefur komið, að leika sér að lækna þessi mein öll í einu með blessunarlegum
áhrifum stóra happsins. En sérkennilegasta svar hans við oki fjölskyldulífs í
fátækt er þó ekki rakið enn, en það kemur einmitt fram í þeirri nokkuð stóru
sögu, Útlögum, sem út kom 1922.
I sögu þessari er önnur aðalhetjan, Rafn skipstjóri, að stæla við ungan prest
um ástir og hjónaband. Rafn krefst þess, að fyrst séu mönnum tryggð sæmileg
lífskjör („það verður að skera djúpt fyrir rætur allrar örbirgðar“) og þá geti þeir
farið að hugsa um börn og buru. Fátækir menn hafa ekki efni á slíkum munaði:
„Það er eins og það færist oft og tíðum dimm og drungaleg ský á vonir
þessara fátæku vesalinga með hverju barni sem þeim fæðist, þangað til yfir tekur
með algerðum sólmyrkva“ (37).
Rafn hefur tekið að sér að finna lausnina á þessu máli fýrir fjölskyldumanninn
Theódór Friðriksson. Hann hefur búið til prýðilegt karlmannasamfélag og er
219