Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 121

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1980, Side 121
Brecht og Berliner Ensemble menntafræðingar draga hins vegar í efa að svo hafi verið. Af borgaralegri hálfu hefur því jafnvel verið haldið fram að Brecht hafi orðið að halda aftur af skáldgáfu sinni í þágu hins pólitíska málstaðar og lagt sig niður við samningu áróðursverka sem hafi sáralítið listrænt gildi. Þessari skoðun hefur breski bók- menntamaðurinn Martin Esslin vísað á bug í athyglisverðri bók sinni um Brecht, en fátt hefur valdið meiri deilum innan Brechtfræðinnar en greining Esslins á meistaranum. I bók sinni, Brecht — a Choice of Evils, setur Esslin fram þá kenningu að Brecht hafi á unga aldri verið svo stefnulaus og bölsýnn að hann hafi orðið að finna tilfinningalega og hugmyndalega fótfestu í einhvers konar trú á algild verðmæti til þess að geta beint skáldgáfu sinni inn á ákveðnar brautir. Þessi hugmynd hefur að vonum vakið litla hrifningu hjá skoðana- bræðrum Brechts, enda er kommúnismi hans þar skýrður á sálrænum forsend- um og lítið gert úr beinu gildi hugmyndafræðinnar fyrir verk hans. Það sem kannski öðru fremur gefur rannsókn Esslins gildi er viðleitni hans til að finna þá grundvallarþætti sem stjórna og tengja alla listsköpun Brechts, þó að svo megi vitaskuld deila um hvort niðurstöður hans þurfi að vera réttar. Hér ætla ég ekki að hætta mér út í vangaveltur um það hvernig hugmynda- fræði Brechts og listsköpun tengjast. Því verður ekki á móti mælt að þroskuð- ustu verk sin samdi hann eftir að hann var orðinn kommúnisti, en hins vegar var hann löngu orðinn víðkunnur ljóða- og leikritasmiður áður en hann tók að kynna sér Marx. Og eins og betur verður vikið að síðar fór þvi víðs fjarri að þýskir kommúnistar væru á einu máli um þau leikverk sem Brecht taldi sig vera að skrifa málstað verkalýðsins til framdráttar. Mörg þeirra voru beinlínis for- dæmd i blöðum kommúnista og Brecht sagður hafa lítinn skilning á þeirri stéttabaráttu sem hann viidi taka þátt í. Það sem kannski skipti þó sköpum um pólitískt notagildi Brechts var að efahyggjan og gagnrýnin var í raun ríkari eðlisþáttur hans en brennandi sannfæringarkraftur hins frelsaða. Þegar á menntaskólaárum sínum í Augsburg, þar sem hann var fæddur og uppalinn, komst hann í andstöðu við lærifeður sína og minnstu mátti muna að hann yrði rekinn úr skóla fyrir ritgerð þar sem hann fór ófögrum orðum um hernaðar- stefnu þjóðverja. Þessi uppreisnargirni og fýrirlitning á lögboðnum verðmætum fýlgdu honum alla tíð og í æskuverkum hans brýst hún fram í stormasamri lífsnautn og einstaklingshyggju. Siðar meir breyttist hún í hljóðláta efahyggju, sem ýmist gat verið blandin kaldhæðni og biturð eða hlýju og trega. Samt sem áður lét honum ekki illa að íklæðast kufli spámannsins sem hefur á reiðum höndum svör við erfiðustu gátum tilverunnar. En skýringin á þeim sérkennilega áhrifamætti sem skáldskapur hans býr yfir er trúlega að talsverðu leyti fólgin i 243
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.