Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 43
Harrouda
hins dauða fylgdi mér hvarvetna. Ég fór með móður minni til að beiðast
hjálpar og blessunar Moulay Idriss.4 Ég játaði fyrir henni að mér yrði ekki
svefnsamt og að ég fyndi brjálsemina ná tökum á mér.
Það var fæðing frumburðar míns sem losaði mig við þráhyggjuna. Eg
var heilbrigð á ný. Hamingjan varð möguleg.
Móðirin segir þvmcest frá öðru hjónabandi sínu
Nei, hann barði mig ekki. Þetta var ekki ofsafenginn maður. Hann var
afar trúrækinn (já, hann líka). Mig, dóttur leiðtogans, setti hann á sama
bás og trúariðkanir sínar. Hann baðst oft fyrir á líkama mínum. Ég sá
aldrei getnaðarlim hans. Allt átti sér stað í nafnlausu myrkri. Ég heyrði
hann söngla nokkrar setningar þar sem Allah var lofaður. Hann sagði
eitthvað á þessa leið: „. . . Lofaður sé Guð Hinn Alhæsti sem hefur gefið
mér þetta barn að yrkja eins og jörðina. Fallega og hreina. Fjársjóð hlýðni
og undirgefni. Megi þetta barn færa mér erfingja sem byggja muni þessa
jörð til að lofa þig og dýrka. Þegar þér þóknast mun sál mín tilheyra
þér... í nafni Guðs Hins Miskunnsama, Hins Almáttuga, set ég lim
minn milli fóta þessa heilaga barns . . .“
Hann leyfði mér heldur ekki að fara út án síns samþykkis. Ég gekk um
full af þessum óþverra sem hann dembdi í mig daglega, þar til móðir mín
kom og fór með mig í baðhúsið. Eg var algjörlega áttavillt þegar út á götu
var komið. Ég gat ekki komist leiðar minnar hjálparlaust. Fyrir mér var
borgin aðeins fáeinir staðir: baðhúsið, brauðbúðin, Moulay Idriss, La
kissaria5 og síðan hús bræðra minna og systra.
Hann var lítið eitt yngri en fyrsti eiginmaður minn og því tortryggnari
og varfærnari. Hann bannaði mér að birtast blæjulausri frammi fyrir
ákveðnum skyldmönnum mínum. Undir þetta bann féllu hálfþýskir
frændur mínir, sumir móður- og föðurbræður mínir og að sjálfsögðu
4 Maylay Idriss: trúarlegur og veraldlegur leiðtogi (sem kom til Marokkó 788), talinn beinn
afkomandi spámannsins. Hér er átt við mosku (eða „helgidóm" öllu heldur), kennda við Maylay
Idriss II, son hans, stofnanda borgarinnar Fés. Þar er sérstakur bænastaöur helgaður konum, sem
er óheimilt að koma inn i sjálfar moskurnar.
5 La kissaria, af latneska orðinu Caesareum: það sem tilheyrði Caesari (á markaðnum). Það
svæði á arabískum mörkuðum (souks) þar sem seld eru efni, föt og gull- eða silfurþræddar
bryddingar.
297