Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 62
Tíniarit Máls og menningar
Hannes Hafstein og Kristján Lukkuborgarhertogi héldu áfram að horfa
út í bukt sljóir og tómlátir. Fyrir framan kolakranann dóluðu 7 hæsta-
réttardómarar á bátkænu sem þeir höfðu stolið úr pakkhúsinu á tollinum.
„Það eru einatt fínheitin á þessum embættismönnum,“ hnussaði í
prófastinum um leið og hann stakk pontunni í vasann. Honum var kalt,
þvi hann var sokkalaus á götóttum stígvélum. Þannig stóð hann langa
lengi og starði dreymnum kærleiksaugum á turninn á kaþólsku kirkjunni
meðan klukkunum var hringt til tíða. „Mér hefði verið nær að ganga í
klaustur,“ hugsaði séra Magnús, „eins og ég var að hugsa um nýbakaður
kandídat; þá hefði mér alténd verið gefið fyrir súpudiski; og kanski fyrir
steiktum ketbollum og kartöflum í brúnni sósu, eins og þeir éta
prófessorarnir í Kaupmannahöfn; og kaffibolla á eftir.“
„Sælir verið þér séra minn,“ heyrir hann þá hvar sagt er rétt hjá
honum, og þegar hann leit upp, sá hann að þar stóð Jói póstur upp-
dubbaður á rauðum jakka og bláum pokabuxum og stirndi á gljáfægt
kaskeitið. „Djöfull er að sjá hvernig prestskepnan er á sig komin, ég held
yður veitti ekki af brennivínstári; af nógu er að taka í ríkinu.“ „Hafið þér
ekki svona hátt Jóhannes minn,“ ansaði prestur, „það er vísast hann
Benedikt regluboði sitji hér niðri á kamrinum og heyri til yðar, og lepji
svo allt i biskupinn.“ „Ég freta á þá fóla,“ svaraði Jói, „þetta brúkar
jafnvel ekki tóbak. Annars er ég hérna með bréf til yðar, séra Magnús, það
er skrifað utan á það útlensku letri,“ og dró um leið brúnlitt umslag upp
úr töskunni og fékk prófastinum. „Það er mikið hvað þeir endast við
skriftirnar þessir Serkir,“ mælti prestur eins og hálf utan við sig. „Það er
skandali hvernig þeir fara með pappírinn bolsarnir,“ urraði Jói vonsku-
lega, „mér finnst þér ættuð að yrkja kviðu um hann Khomeiní, það kæmi
vel á vondan. En nú ætla ég að fara að finna kærustuna mína, og verið þér
svo blessaðir og sælir prófastur minn.“ Og var rokinn; niður á torgi sá
séra Magnús hvar hann vatt sér upp í Kleppsbílinn.
„Er hann að draga dár að mér, bölvaður þorparinn,“ muldraði klerkur,
„það blæs ekki byrlega fyrir kristindóminum ef dónunum helst uppi að
haga sér svona við klerkastéttina." Allt í einu var eins og hann kipptist til,
og hrópaði upp yfir sig: „Ég gæti alténd reynt að hnoða saman rímu um
þessa nótintáta.“ Svo hissaði hann upp um sig hempuna og settist niður á
316