Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 118
Tímitrit Máls og meiiiiingiir
orðbragð þeirra Hjalta og Gissurar, brugðu við og hristu jörðina með þeim
ódæmum, að eldelfur ógnuðu byggð landsins. En þá kom til sögunnar rödd
Snorra, sem leitaði nýrra brauta til úrlausnar. Hann leit sér nær. Hann skynjar
vellina, vatnið og gjárnar umhverfis sig sem sögu sams konar náttúrufyrirbæra
og nú létu á sér kræla. Sams konar fyrirbæri ætti að mcga rekja til sams konar
orsaka, hvort sem það gerðist í gær eða gerist á morgun, hvort sem það gerist í
dag eða það hefur gerst fyrir hundruðum ára. Standi ósköpin i dag í sambandi
við reiði guðanna vegna uppreistar mannanna gegn þeim, þá hefðu einnig átt að
vera svo um hin fyrri gos. En þá var bara engin mannkind á íslandi, og hverjir
áttu það þá að vera, sem guðirnir gátu reiðst með þessum ódæmum ? Þetta sýndi,
að jörðin gat gosið eldi og eimyrju, þótt reiði guðs við mannkyn sé alls ekki til
að dreifa. Snorra þykir þvi langsennilegast, að goðlegir skapsmunir eigi engan
þátt í skruðningunum hinum megin við Hengii.
Snorri goði dró ályktanir sínar út frá því, sem fyrir augu bar við fætur hans.
Þorgeir Ljósvetningagoði beindi sjónum sínum i aðrar áttir. Og til að verjast
öllum truflunum frá umhverfi sínu þá breiddi hann ljósheldan og hljómheldan
feld yfir höfuð sér, svo að hann mætti einbeita hugsun sinni sem hvassast að
hinni félagslegu hlið vandans. Hans beið sá vandi að ráða svo ráðum, að
hvort tveggja næðisr i senn að frelsa sonu landsins, sem konungur hélt i
gíslingu, og gera ráð konungs til yfirdrottnunar að engu. 1 fyllingu tímans gekk
hann svo fram á sviðið undir kjörorðinu að rjúfa ekki friðinn með því að rjúfa
lögin og skipa þjóðinni í tvær andstæðar fylkingar. Þessir forfeður okkar höfðu
lag á því að varpa ljósi á þungamiðju hvers máls, þótt sjálf væri hún hulin blæju
þagnarinnar. Þungamiðja átaka um kristnitöku á Islandi var nefnilega ekki
trúarlegs eðlis, heldur var tekist á um frelsi samfélags, sem var í sköpun. Gissur
og Hjalti boðuðu nýjan sið sem vinsamlega kveðju frá Ólafi konungi
Tryggvasyni. Þjóðin hefur vitað það frá þeirri tíð, að kristileg kveðja konungs
var tengd draumum hans um yfirráð yfir landinu og þegnum þess. Norskt
konungsvald bar hvergi á góma i ræðum þeim, sem fluttar voru, þegar feldi var
svipt af höfði. En í gegnum hverja setningu skinu huldugeislar þess, sem að baki
bjó. Samþykktur var vatnsaustur og blótbindindi og hrossakjötsbindindi til að
hafa konung góðan, en saklaust þó að brjóta bindindi, ef ekki vitnaðist. En þótt
ýmissa fyrirbæra sé getið í fornum ritum, þá er þess þó aldrei getið, að mál hafi
risið út af brotum á þeim ákvæðum, og gátu þau þó kostað lífið meðal
frændþjóða okkar. Mér þætti sennilegra, að fremur hafi verið um að kenna
skorti á kærum en brotum og litlum áhuga fyrir framkvæmd laga. Framhald
þeirrar frelsisbaráttu, sem við kristnitökuna er iðkuð án beinna orða, birtist 24
j
372