Tímarit Máls og menningar - 01.11.1980, Blaðsíða 18
Tímarit Máls og menningar
Bólivíska ríkisstjórnin hafði líka sent sína fulltrúa á ráðstefnuna, tvær konur
sem lýstu því yfir með miklu brambolti að Bólivía hefði öllum öðrum löndum
fremur stuðlað að jafnrétti karla og kvenna — þær fóru á þessa ráðstefnu í þeim
tilgangi einum að segja frá þessu. Það kom í ljós að engin önnur kona búsett í
Bólivíu var boðin til óopinberu ráðstefnunnar, hinar sem ég hitti bjuggu allar í
Mexíkó.
Af blaðalestri hafði ég fengið þá hugmynd að þarna yrðu tveir aðskildir
stéttahópar: ríkisstjórnarfulltrúarnir yrðu upp til hópa yfirstéttarkonur en á
hinu þinginu mundi ég aðeins hitta konur eins og mig, af alþýðustétt, sem ættu
við sams konar vandamál að stríða og ég. Ég hlakkaði mikið til. „Caramba'1,1
sagði ég við sjálfa mig, „hér á ég eftir að hitta verkamanna- og bændakonur úr
öllum heiminum. Þær eru áreiðanlega alveg eins og við, kúgaðar og ofsóttar.“
A hótelinu kynntist ég strax stúlku frá Ecuador og með henni fór ég á
ráðstefnuna. En ég komst ekki fyrr en á mánudag, og allt hafði byrjað á
föstudegi.
Við komum inn í mjög stóran sal sem rúmaði 4 — 500 konur. Stúlkan frá
Ecuador sagði við mig: „Komdu félagi, komdu hingað inn. Hérna er fjallað um
brýnustu vandamál kvenna. Hérna er það sem við eigum að taka þátt í um-
ræðum.“
Oll sæti voru þegar setin svo við settumst í tröppurnar fullar af eftirvænt-
ingu. Við höfðum misst af heilum degi og vorum ákafar að vinna það upp og
heyra hvað svo mörgum konum lægi á hjarta sem hefðu safnast saman á einum
stað, hvaða áhrif alþjóðlega kvennaárið gæti haft, hvaða vandamál væri brýnast
að leysa. Þetta var í fyrsta skipti sem ég tók þátt í nokkru þvílíku, og ég hélt að
ég mundi heyra margt og mikið sem gæti orðið mér að gagni í lífi mínu, vinnu
og baráttu.
Jæja, en meðan ég sat þarna stóð bandarísk kona upp og gekk að hátalar-
anum; hún var mikið máluð i framan og með alls konar dinglumdangl um
hálsinn, og hún sagði yfir salinn án þess hún tæki hendur úr vösum: „Eg hef
beðið um orðið til aö segja skoðun mína í örstuttu máli: Hún er sú að karlmenn
ættu að hlaða heiðursmerkjum á okkur vændiskonurnar fyrir að leggja á okkur
að sofa hjá svo mörgum þeirra.“
Þessu var tekið með húrrahrópum og lófataki.
Jæja, en við vinkona mín stóðum upp og fórum. Þetta var nefnilega fundur
fyrir mörg hundruð vændiskonur, svo við fórum i annan sal. Þar þinguðu
1 Spænskt blótsyröi.
272